Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í mörgum sveitum norðaustanlands féllu met árið 2014
Á faglegum nótum 13. apríl 2015

Í mörgum sveitum norðaustanlands féllu met árið 2014

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Uppgjör á skýrslum fjárræktar­félaganna fyrir árið 2014 lauk fyrir nokkru síðan. Árið 2014 var metár og reiknaðar afurðir eftir hverja fullorðna kind aldrei verið meiri í sögu skýrsluhaldsins. 
 
Afurðir árið 2014 voru 27,8 kíló eftir hverja kind (27,0 kg árið 2013). Afurðirnar voru hins vegar mjög breytilegar milli landshluta en mörg met féllu á norðausturhorni landsins og ekki þekkt dæmi um slíkar afurðir áður í mörgum sveitum þar en á vesturhluta landsins voru afurðir víða undir meðaltali síðustu ára. Tíðarfarið var sauðfé afskaplega hagstætt en á eftir góðu vori var sumarið bæði þurrt og hlýtt ásamt því að snjór var víða mikill til fjalla og nýgræðingur mun lengur í boði en undangengin ár. Á vesturhluta landsins var mikið um rigningar og lítill snjór til fjalla svo gróður í úthaga féll mjög snemma. Það sést best á afurðatölum í Borgarfirði og Snæfellsnesi samanborið við afurðir á þeim svæðum síðustu ár.
 
Þátttaka í skýrsluhaldi jókst frá fyrra ári en alls skiluðu 1795 aðilar skýrslum um 346.031 fullorðnar ær (345.146). Alls eru því skráðar í skýrsluhaldið 91% af ásettum ám í landinu m.v. upplýsingar úr forðagæsluskýrslum. Veturgamlar ær í skýrsluhaldinu voru 77.386 (75.441) og veturgamlar+fullorðnar ær á skýrslum því 422.532 (420.587) sem er lítilsháttar aukning milli ára. Á 1. mynd má sjá hvernig þátttaka í skýrsluhaldinu dreifist á milli búa eftir fjölda skýrslufærðra kinda á hverju búi. Rúmlega helmingur þátttakenda í skýrsluhaldi hafa 200 kindur eða færri og rúmlega helmingur kinda í skýrsluhaldinu eru á búum þar sem fjöldi kinda er á bilinu 200 til 500 ær.
 
Afurðir árið 2014
 
Frjósemi var svipuð á landinu öllu árin 2014 og 2013 eða 1,82 fædd lömb á hverja kind. Hlutfall fleirlembna á landinu öllu var 6,5% og hefur það hlutfall ekki verið hærra í nokkur ár. Frjósemi er mest í Vestur-Húnavatnssýslu en þar fæðast 1,89 lömb eftir hverja kind en þar eru tæplega 10% ánna fleirlembdar. Í fjárræktarfélaginu Geirmundi á Skarðsströnd í Dalasýslu er mesta frjósemi að finna eða 1,95 lömb fædd og næst kemur fjárræktarfélag Vatnsnesinga með 1,94 lömb fædd.
 
Afurðir eftir fullorðnar ær voru 27,8 kíló eftir hverja kind árið 2014 (27,0 kg) og eru umtalsvert meiri en árið 2013 sem og meðalafurðir síðustu fimm ára sem reiknast 27,1 kíló. Á 2. mynd má sjá afurðir síðust tveggja ára (2014 rauð súla, 2013 græn súla) sýndar eftir héruðum ásamt meðaltali áranna 2010-2014 (blá súla) í viðkomandi héraði. Líkt og sjá má á myndinni eru afurðir á norðausturhorni landsins miklar. Mestu afurðir í einu héraði árið 2014 voru í Suður-Þingeyjarsýslu en þær reiknast 31,1 kíló sem er 2,7 kílóum meira en meðaltal áranna 2010-2014. Önnur svæði þar sem afurðir eru meiri en einu kílói meiri en meðaltal síðustu fimm ára eru, Norður-Þingeyjarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla og Skagafjörður. Víðast hvar eru þær meiri en í sjö héruðum eru þær minni eða standa í stað. Mesta breytingin er þó í Borgarfjarðarsýslu og á Snæfellsnesi. Þar eru afurðir tæpu kílói minni árið 2014 en meðaltal síðustu fimm ára á undan.
 
Afurðir eftir veturgömlu ærnar hafa líka aukist umtalsvert á síðustu árum. Árið 2014 voru þær 11,3 kíló (10,8 kg) og meðalafurðir síðustu fimm ára hjá veturgömlum ám eru 10,7 kíló. Enn eru þó mikil tækifæri fólgin í bættum afurðum hjá veturgömlum ám þar sem um fjórðungur þeirra er ýmist geldur eða ekki er hleypt til þeirra. 
 
Afurðahæstu búin
 
Afurðahæsta bú landsins árið 2014 er bú Valdimars Eiríkssonar í Vallanesi í Skagafirði með 40,1 kíló eftir hverja kind. Sífellt fleiri bú hafa verið að bætast í hóp þeirra búa sem ná góðum árangi á síðustu árum. Það bendir til þess að bændur séu í auknu mæli að setja upp framleiðslukerfi sem skilar þeim hámarks afurðum miðað við þær ytri aðstæður sem þeir búa við. Árið 2013 var í fyrsta skipti birtur listi yfir „úrvalsbú“ í sauðfjárrækt, þau eiga það sameiginlegt að ná góðum árangri fyrir marga þætti og eru mörkin sett með tilliti til ræktunarmarkmiða sauðfjár. Árið 2014 náðu 104 bú þessum árangri á móti 70 árið 2013.  Hjá RML er boðið upp á ráðgjafarpakkann „Auknar afurðir“ þar sem bændur eru heimsóttir og markmið sett um hvernig ná megi bættum árangri og þar með auka tekjur á þeirra búi.
 
Gæðamatið
 
Í skýrsluhaldinu eru upplýsingar um rúmlega 500.000 sláturlömb haustið 2014. Meðalfallþungi þeirra var 16,4 kíló árið 2014 (16,0 - 2013) og meðaltal síðustu fimm ára er 16,1 kíló, meðaltal fyrir holdfyllingu 8,72 árið 2014 (8,56 - 2013), fimm ára meðaltal 8,62 og meðaltal fyrir fitumat 6,53 árið 2014 (6,41 - 2013), fimm ára meðaltal 6,50. Líkt og sjá má af tölunum hefur heldur hægt á aukningu í holdfyllingar- og fitumati síðustu ár en minnt á að aukningin hefur verið gríðarlega mikil á síðustu 15 árum. Oft er þetta skoðað sem hlutfallstala holdfyllingar og fitu, sú tala var 1,34 haustið 2014. Hagstæðasta hlutfallið má finna í Vestur Húnavatnssýslu (1,41) og í Mýrasýslu og á Snæfellnesi (1,40). Eftir fjárræktarfélögum er hæsta gerðarmatið árið 2014 í félögum með fleiri en 1000 sláturlömb í fjárræktarfélagi Reykjahrepps, Suður-Þingeyjarsýslu eða 10,0.
 
Erfiðara er að bera saman árangur í fitumati vegna þess sambands sem er á milli fallþunga og fitumats. Í sambærilegri grein fyrir nokkrum árum var þessi samanburður gerður milli fallþunga og fitumats, það hlutfall er 2,51 árið 2014 og hefur sú tala hækkað á undanförnum árum. Eftir sýslum er þetta hlutfall hagstæðast í Norður-Múlasýslu eða 2,64. Af búum sem höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið 2014 er hlutfallið hagstæðast á búi Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti eða 2,87.
 
Tekjumunur upp á þrjár milljónir á 400 kinda búi
 
Á síðasta ári voru niðurstöður skýrsluhaldsgagnanna í fyrsta skipti skoðaðar m.t.t. króna eftir hverja kind. Þar er til grundvallar miðað við verðskrár sláturleyfishafa í viku 40 og flokkun lamba í gæðaflokka í skýrsluhaldinu. Niðurstöður þessara útreikninga sýna skýrt að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu sauðfjárbúa. Hver ær í skýrsluhaldinu skilar því 19.200 krónum að jafnaði. Mikill breytileiki er til staðar, þegar búunum er skipt upp í fimm ámóta stóra hópa eftir árangri er hver ær á búum í efsta flokk að skila 23.500 krónum meðan að meðalær á þeim búum sem sýna lakasta niðurstöðu skilar 14.700 krónum. Þarna munar 8.800 krónum á kind. Meðalstórt sauðfjárbú með 400 kindur í efsta flokki hefur því þremur og hálfri milljón meira í tekjur en bú af sömu stærð í neðsta flokki.
 
Að lokum
 
Listar með öllu helstu niðurstöðum skýrsluhaldsins árið 2014 er hægt að finna á heimasíðu RML. Þar má einnig finna niðurstöður skýrsluhaldsins undanfarin ár. Árangurinn árið 2014 sýnir enn og aftur ræktunarstarfið í sauðfjárrækt er að skila sér í auknum framförum. Grunnforsendan allrar upplýsingaöflunar er þó vel fært skýrsluhald.

2 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...