Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Mynd / wikipedia
Í deiglunni 18. janúar 2023

Kaldsjávarspendýr og fiskar leita norðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breytingar í sjávarvistkerfum hafa leitt til þess að óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka hafa haldið til undanfarin ár á áður ísilögðum hafsvæðum við Suðaustur-Grænland.

Bendir það til þess að umhverfisskilyrði og vistkerfi hafi farið fram yfir ákveðinn vendipunkt. Í umfjöllun á vef Hafrannsóknastofnunar segir að vistkerfi við Suðaustur-Grænland einkenndust af miklu magni af rekís en hafa breyst mikið undanfarin ár og áratugi í átt að tempraðra kerfi með auknum sjávarhita og minni hafís sem nú er nánast horfinn yfir sumarmánuðina.

Breytingar að þessu tagi gera svæðið að hentugra búsvæði fyrir hvalategundir eins og langreyði og hnúfubak, auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávarfisktegunda en fækkað hefur í stofnum norðlægari tegunda á svæðinu, eins og náhvala og rostunga. Víðtækar breytingar á vistkerfum eins og þessar kallast „regime shift” á ensku, og geta verið óafturkræfar þegar kerfi fara fram fyrir ákveðinn vendipunkt. Þættir eins og hörfun hafíss geta haft víðtæk áhrif á vistkerfi á stórum hafsvæðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem birtar voru í Global Change Biology. Rannsókninni var stýrt af Mads Peter Heide Jørgensen hjá Greenland Institute of Natural Resources í Danmörku, í samvinnu við vísindamenn frá Danmörku, Grænlandi, Bandaríkjunum og Íslandi.

Rannsóknin byggir á fjölmörgum langtímaathugunum, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Mæligögn frá stöðinni Faxaflói 9 sem Hafrannsóknastofnun aflaði síðastliðin 50 ár í reglubundnum mælingum á ástandi sjávar voru notuð til að meta breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafinu. Mælingar Hafrannsóknastofnunar á makríl og loðnu voru nýttar í að kortleggja breytta útbreiðslu uppsjávarfiska í tengslum við hækkandi hitastig sjávar.

Samkvæmt því sem segir á Heimasíðu Hafró á hvarf hafíssins við Suðaustur-Grænland sér engin fordæmi undanfarin 200 ár þegar mælingar á hafís að sumarlagi lágu fyrir á þessu svæði.

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku
Fréttaskýring 29. desember 2022

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku

Í júní 2015 greindi Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubæn...

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?
Fréttaskýring 28. desember 2022

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?

Dýravelferðarmál hafa verið ofarlega á baugi þjóðfélagsumræðunnar á undanförnum ...

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu
Fréttaskýring 9. desember 2022

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) undirbúa nú að stilla upp sinni starfsemi ...

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun
Fréttaskýring 7. desember 2022

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun

Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun se...

Seiglan er ótrúleg
Fréttaskýring 5. desember 2022

Seiglan er ótrúleg

Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvæla...