Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðmundur Gíslason hjá Kjötmarkaðnum, sem er sölu- og dreifingarstöð á óunnu kjöti. Fyrirtækið flytur inn m.a. úkraínskt kjúklingakjöt og selur aðallega til veitingastaða og mötuneyta. Guðmundur er fyrrum sölustjóri hjá KS
Guðmundur Gíslason hjá Kjötmarkaðnum, sem er sölu- og dreifingarstöð á óunnu kjöti. Fyrirtækið flytur inn m.a. úkraínskt kjúklingakjöt og selur aðallega til veitingastaða og mötuneyta. Guðmundur er fyrrum sölustjóri hjá KS
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. mars 2023

Hyggur á verulegan innflutning frá Úkraínu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjötheildsalan Kjötmarkaðurinn flutti inn 19,2 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti í janúar. Kjúklingurinn er aðallega notaður á veitingahúsum og í matvælaiðnaði.

Guðmundur Gíslason á og rekur Kjötmarkaðinn. „Ég vissi ekki að Úkraínukjúklingur væri í boði fyrr en ég fann hann á markaði hér á Íslandi. Þá voru öll mötuneyti og veitingastaðir sem eru í viðskiptum við mig farin að kaupa þetta. Ég leitaði þá og sá að það var ekkert mál að flytja inn kjúkling frá Úkraínu.“

Hann hyggst auka innflutning sinn verulega og hefur þegar gengið frá pöntunum af tveimur gámum í viðbót sem væntanlegir eru á næstunni.

„Ég hugsa að í apríl og maí verði úkraínskur kjúklingur ófáanlegur því það er víst setið um hann í Evrópu, enda er innflutningurinn þar einnig tollfrjáls. Verðið á vörunni er að hækka sökum mikillar eftirspurnar.“

Hann segist versla við fyrirtækið Qualiko, sem er í eigu Myroniscsky Hliboproduct (MHP), sem er langstærsti kjúklingaframleiðandi í Úkraínu. „Ég fékk skjóta meðferð hjá Matvælastofnun þegar ég bað um leyfi fyrir innflutningi frá fyrirtækinu enda eru þeir með flottari kjúklingaframleiðendum. Á síðunni þeirra kemur fram að þeir séu með rekjanleika, fóðra fuglana á meiri maís en aðrir. Enda er þetta flott vara. Ef ég skil það rétt eru þeir með dreifistöðvar víðs vegar, ég kaupi til dæmis vöruna frá Rotterdam.“

Ódýrari framleiðsla erlendis

Guðmundur segir allt benda til þess að kjúklinganeysla eigi eftir að margfaldast hér á landi. Hann hafi áður leitast eftir viðskiptum við íslenskan framleiðanda. „Það var enginn áhugi hjá þeim að selja mér kjúkling. Íslenskur ferskur kjúklingur er gæðavara sem mun seljast áfram, þó innflutningur aukist á frosnum kjúkling.“

Hann telur landbúnað sem reiðir sig á innflutt fóður standa á tímamótum.

„Það verður alltaf ódýrara að framleiða kjúkling og svínakjöt þar sem fóðrið er framleitt. Laun og annar rekstrarkostnaður er auk þess lægri í framleiðslulöndum erlendis. Það er stjórnvalda að svara þeirri spurningu: Hvert erum við komin með innlenda framleiðslu þegar svínabændur flytja inn 600- 700 tonn af svínakjöti og íslensku kjúklingaverksmiðjurnar nota mikið af innfluttum kjúkling?“

Flestir viðskiptavinir eru veitingastaðir og mötuneyti

Kjötmarkaðurinn er sölu- og dreifingarstöð á óunnu kjöti sem býður, að sögn Guðmundar, aðallega upp á vörur frá kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og sláturhúsi KVH á Hvammstanga.

„Uppistaðan í sölu er íslenskt dilkakjöt. Næstmest er selt af íslensku nautakjöti. Árið 2015 hóf Kjötmarkaðurinn innflutning á nautalundum frá Nýja-Sjálandi sem hafa selst vel, allt upp í 90 tonn á ári. Á síðasta ári hófum við innflutning á nautalundum frá Úrúgvæ. Kjötmarkaðurinn hefur auk þess lítillega flutt inn af svínakjöti og kjúklingakjöti frá Evrópu. Allt innflutt kjöt er selt frosið en það íslenska kælt,“ segir Guðmundur. Hann stefnir á að vera með 4-6% hlutdeild af innfluttu kjúklingakjöti í ár.

Flestir viðskiptavinir Kjötmarkaðarins eru veitingastaðir og mötuneyti, en einnig er hægt að nálgast vörur fyrirtækisins í matvöruverslunum.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...