Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Styrkjum var úthlutað í  verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Styrkjum var úthlutað í verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Mynd / Vefur Byggðastofnunar
Fréttir 25. ágúst 2021

Hyggjast hefja framleiðslu á borgfirskum bjór

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjö milljónum króna hefur verið úthlutað úr frumkvæðissjóði Betri Borgarfjarðar til samfélagslegra verkefna. Í fyrsta sinn síðan verkefnið hófst árið 2018 sóttu fleiri konur en karlar um styrki.

Þeir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Þetta var fjórða og síðasta úthlutun úr þessu verkefni en því lýkur í lok þessa árs.

Alls hefur verið úthlutað tæplega 35 milljónum króna til margvíslegra verkefna á Borgarfirði eystra frá því verkefnið hófst. Verkefni sem hlutu styrki nú eru að vanda fjölbreytt. Hæsta styrkinn hlaut félagið Blábjörg ehf., samtals 1,6 milljónir króna. Eigendur Blábjarga hafa samhliða hótelrekstri og endurbyggingu gamla Kaupfélagsins á Borgarfirði stofnað KHB Brugghús og hyggja þar á framleiðslu á borgfirskum bjór. Fyrirtækið framleiðir nú þegar landa og gin við góðan orðstír.

Ýmiss konar menningar- og listaverkefni voru áberandi við úthlutun styrkjanna að þessu sinni. 

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.