Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Styrkjum var úthlutað í  verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Styrkjum var úthlutað í verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Mynd / Vefur Byggðastofnunar
Fréttir 25. ágúst 2021

Hyggjast hefja framleiðslu á borgfirskum bjór

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjö milljónum króna hefur verið úthlutað úr frumkvæðissjóði Betri Borgarfjarðar til samfélagslegra verkefna. Í fyrsta sinn síðan verkefnið hófst árið 2018 sóttu fleiri konur en karlar um styrki.

Þeir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Þetta var fjórða og síðasta úthlutun úr þessu verkefni en því lýkur í lok þessa árs.

Alls hefur verið úthlutað tæplega 35 milljónum króna til margvíslegra verkefna á Borgarfirði eystra frá því verkefnið hófst. Verkefni sem hlutu styrki nú eru að vanda fjölbreytt. Hæsta styrkinn hlaut félagið Blábjörg ehf., samtals 1,6 milljónir króna. Eigendur Blábjarga hafa samhliða hótelrekstri og endurbyggingu gamla Kaupfélagsins á Borgarfirði stofnað KHB Brugghús og hyggja þar á framleiðslu á borgfirskum bjór. Fyrirtækið framleiðir nú þegar landa og gin við góðan orðstír.

Ýmiss konar menningar- og listaverkefni voru áberandi við úthlutun styrkjanna að þessu sinni. 

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f