Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Emil Wasteson og Tom Johansson stofnuðu sprota­fyrirtækið Hooked snemma á síðasta ári. Hugmyndin er að framleiða eins konar gervifiskmeti úr soja og þörungum sem á að koma í staðinn fyrir fisk úr náttúrunni.
Emil Wasteson og Tom Johansson stofnuðu sprota­fyrirtækið Hooked snemma á síðasta ári. Hugmyndin er að framleiða eins konar gervifiskmeti úr soja og þörungum sem á að koma í staðinn fyrir fisk úr náttúrunni.
Fréttir 30. júní 2020

Hyggjast framleiða vegan fiskmauk úr soja og þörungum sem smakkast eins og fiskur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sænskt sprotafyrirtæki, Hooked, hefur hug á að leggja undir sig heiminn með framleiðslu á mauki sem smakkast eins og lax, túnfiskur, rækja og smokkfiskur en er unnið úr sojapróteini, þara og þörungaolíu. Fyrst í stað er það þó Evrópumarkaður sem sótt verður á. 
 
Frumkvöðlarnir Emil Wasteson og Tom Johansson stofnuðu sprota­fyrirtækið Hooked snemma á síðasta ári í kjölfar þess að systir Tom hellti sér út í veganisma af miklum móð. Þá komust þeir félagar að því að engin grænmetisvara var til á markaðnum sem bragðaðist í líkingu við fisk og gat komið í staðinn fyrir sjávarfæðu. 
 
Ósáttir við ósjálfbærni í sjávarútvegi
 
Eftir að hafa lagst í mikla rann­sóknar­vinnu töldu þeir augljóst að núverandi sjávarútvegur væri  umhverfis­lega ósjálfbær og fiskmeti hafi aldrei verið mengaðra af eiturefnum en nú. Tom Johansson hafði þó mestar áhyggjur af því hvernig rækjueldi var stundað í Asíu þar sem reynt var að kreista út eins mikla framleiðslu í litlum skítugum tjörnum, að því er fram kemur á vefsíðu FoodNavigator. Til að halda rækjunni lifandi í tjörnunum var dælt í þær sýklalyfjum. Nefndi hann líka tvær vinsælustu fisktegundir á matarborðum Evrópubúa, túnfisk og lax. Fullyrti hann að túnfiskurinn væri stórlega ofveiddur og að í laxeldinu væri gríðarlega mikið notað af sýklalyfjum. Þessi ósjálfbærni í veiðum og framleiðslu myndi valda því að lífkerfin hryndu. Sagði hann að neysla á sjávarafurðum hafi aukist hratt á síðastliðnum 20 árum og spáð væri um 30% aukningu fram til 2030. 
 
Svar þeirra félaga til að framleiða fæðu sem bragðast eins og sjávardýr, en án þeirra neikvæðu afleiðinga sem þeir telja að blasi við, var stofnun Hooked. Felst hugmynd Emil Wasteson og Tom Johansson í að framleiða eins konar jurtamauk með mismunandi fiskbragði þar sem uppistaðan er sojaprótein. 
 
Reyndar minnast félagarnir ekkert á að í stærstum hluta soja-framleiðslunnar í heiminum er gríðarleg notkun á illgresiseyði og skordýraeitri. Þar á meðal er mikið notað af glyfósati sem talið er hættulegt mönnum og miklar deilur hafa staðið um notkun á í landbúnaði í fjölda ára. 
 
Sjávarbragð úr þara og þörungaolíu
 
Til að ná fram sjávarbragði í sína framleiðslu nota félagarnir m.a. þara og þörungaolíu sem er rík af omega 3 fitusýrum. Laxalitnum ætla þeir að ná úr gulrótum og líka munu þeir notast við íblöndunarefni til að ná fram reykbragði.
 
Fyrst í stað er hugmynd félaganna að sækja á Evrópumarkað með veganvörur sem geta komið í stað túnfisks og lax. Er þá einkum horft til fyrirtækja sem eru að framleiða tilbúna rétti. 
„Okkar sýn er að verða leiðandi í framleiðslu á sjávarfæði unnu úr jurtum,“ sagði Tom Johansson.

Skylt efni: þörungar | vegan

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...