Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum
Fréttir 13. júlí 2016

Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, hefur sótt um leyfi til að auka framleiðslu sína í 43 þúsund tonn af eldisfiski á Austfjörðum. Fyrirtækið hyggst setja upp eldiskvíar í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa.

Fiskeldi Austjarða hf. var stofnað sumarið 2012. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að það leggi áherslu á vistvænt fiskeldi og hafi hlotið Aqua Gap-vottun fyrir eldi og framleiðslu. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi fyrir 43 þúsund tonna fiskeldi á Austfjörðum.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðunni hefur fyrirtækið leyfi til að framleiða 11 þúsund tonn af eldisfiski á ári en hefur sótt um leyfi til að auk framleiðsluna í 43 þúsund tonn. Í dag framleiðir fyrirtækið eldislax og sjóbirting í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði.

Eldi í þremur fjörðum

Fiskeldi Austfjarða, sem er að mestu í eigu MNH Holding í Noregi, hefur í hyggju að stunda stórfellt fiskeldi í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa. Fiskeldi Austfjarða er helmingseigandi í Búlandstindi á Djúpavogi, sem vinnur eldisfiskinn.

Framleiðslan er send á markað í Evrópu og Bandaríkjunum með flugi frá Keflavík eða sjóleiðina með Norrænu frá Seyðisfirði til Hirtshals í Danmörku.

Aðstæður til fiskeldis góðar

Á heimasíðu Fiskeldis Austfjarða segir að aðstæður til fiskeldis við Ísland og á Austfjörðum séu einstaklega góðar frá náttúrunnar hendi. Þar segir að sjórinn sé ómengaður, hitastig sjávar fari hækkandi og sé að nálgast kjörhita fyrir eldislax. Einnig er sagt að firðirnir fyrir austan séu djúpir og opnir sem geri það að verkum að öldur og sjávarföll sjái að mestu um að skola úrgangi frá kvíunum burt og að mengunarhætta af þeirra völdum sé því lítil.

Erfðabreyttur eldislax

Eldisfiskurinn sem sótt hefur verið um leyfi fyrir er að stórum hluta erfðabreyttur norskur eldislax. Þeir sem leggja áherslu á verndum laxastofna við Ísland segja óhjákvæmilegt annað en að eldisfiskur muni sleppa úr eldi af þessari stærð og að þeir geti valdið miklum skaða á villtum stofnum við landið.
Ekki náðist í Guðmund Gíslason, stjórnarformann Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., vegna vinnslu fréttarinnar.

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi