Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hvetja bændur til ýtrustu varfærni við geymslu og meðhöndlun á áburði
Fréttir 11. mars 2022

Hvetja bændur til ýtrustu varfærni við geymslu og meðhöndlun á áburði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eldvarnareftirlitin hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Brunavörnum Árnessýslu hafa tekið saman höndum um að hvetja bændur til að sýna ýtrustu varfærni í meðhöndlun og geymslu á áburði. Ástæðan er m.a. að mikil eld- og sprengihætta getur verið af slíkum áburði.

Nú fer í hönd sá árstími þar sem áburður fer að berast til bænda. Benda forsvarsmenn slökkviliðanna á að geymsla á meira en 500 kg af ammoníum-nítrat áburði sé háð skriflegu samþykki slökkviliðsstjóra á hverjum stað.

Áburður er hættulegur ef eldur kemur upp

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur einnig gefið út leiðbeiningar um meðhöndlun á áburði sem finna má á vefslóðinni https://hms.is/media/8724/6073-geymsla-a-ammoniumnitrat-aburdi-utg-20.pdf. Þar segir m.a. að ammoníum-nítrat sé eldnærandi efni og það þurfi mikið vatn til kælingar á efninu og til slökkvistarfs ef eldur kemur upp. Ekki þýði að reyna að kæfa eldinn vegna þess að efnið er eldnærandi og losar sjálft súrefni. Ef eldurinn er óviðráðanlegur og í miklu magni af áburði skal rýma svæðið.
Sem dæmi um hættuna sem skapast getur ef eldur kemur upp í áburði má benda á gríðarlega sprengingu sem varð á hafnarsvæðinu í Beirút í Líbanon í ágúst 2020. Þá komst eldur í 2.750 tonn af áburði sem geymdur hafði verið við ófullnægjandi aðstæður. Fjöldi fólks lét lífið og gríðarlegt tjón varð á hafnarsvæðinu og víða um borgina vegna höggbylgju frá sprengingunni.

Halldór Ásgeirsson, Brunavarnir Árnessýslu, til vinstri og Sigurður Þór Elísson, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, til hægri.

Í sameiginlegu minnisblaði sem fyrrnefnd slökkvilið hafa sent frá sér er vísað til leiðbeininga HMS en þar segir:

 • Ekki ætti að geyma meira en 50 tonn af ammoníum-nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt skriflega geymslusvæðið til slíks. Slíkt svæði skal alltaf vera utandyra. Það er heimilt að geyma þetta innandyra skv. lögum 75/2000, gr. 22. og 24. Þörf er þó á brunatæknilegri hönnun.
 • Geymsla á slíkum áburði hjá bændum skal fara eftir þessum reglum eftir því sem við á.
 • Ekki skiptir það máli hvort heldur ammoníum-nítrat áburðurinn er geymdur í stórsekkjum eða í smærri pokum.
 • Fjarlægð frá húsi skal almennt ekki vera minni en 10,0 metrar.
 • Ammoníum-nítrat áburð skal ekki geyma í næsta nágrenni við íbúðarhús, skóla, sjúkrahús, samkomuhús eða aðrar slíkar byggingar. Taka skal tillit til ríkjandi vindáttar áður en staðsetning geymslusvæðis er ákveðin þannig að reykur frá bruna á svæðinu leggi ekki yfir byggð.
 • Hámarks stöflunarhæð er 6,0 metrar. Hafa skal ganga á milli stæðanna til að koma í veg fyrir að það myndist svo mikill þrýstingur við eld í stæðunum að hætta sé á að sprenging verði.
 • Undirlag skal vera óbrennan- legt, t.d. skal ekki setja sekki/smærri poka með ammoníum-nítrat áburði á svæði þar sem sinueldur getur kveikt í.
 • Umferð óviðkomandi aðila að geymslusvæðum skal bönnuð. Útisvæði skulu girt með mannheldri girðingu. Allar umbúðir um ammoníum-nítrat áburði skulu vera merktar
 • Mælst er til að raða/stafla upp sekkjum ekki nær girðingum en 2 metrar.
  Vanti bændur eða aðra um­sýslumenn áburðar frekari upplýsingar eru þeir hvattir til að hafa samband við Halldór Ásgeirsson hjá Bruna­vörnum Árnessýslu (halldor@babubabu.is) eða Sigurð Þór Elísson hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (sigurdurte@akranes.is).
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...