Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvernig bragðast hverafuglar?
Skoðun 14. september 2015

Hvernig bragðast hverafuglar?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirritaður er mikill áhugamaður um rómantíska náttúrufræði og mat og því lengi langað að smakka hverafugl. Fugla sem eru soðnir í köldu vatni.

Þjóðsögur, sagnir og gamlar náttúrufræðibækur geyma sögur og lýsingar á hverafuglum og ýmsir merkir menn hafa ekki treyst sér til að neita tilveru þeirra. Séra Snorri á Húsafelli segir frá hverafuglum í bæklingi sem hann ritaði um íslenska náttúrufræði.

Sögur um hverafugla eru nær eingöngu þekktar úr Árnes- og Rangárvallasýslum, enda mest um hveri á því svæði.

Hverafuglum er lýst sem litlum, dökkum sundfuglum með langan háls og líka öndum. Sumir segja að þeir séu mógráir, ljósari á bringunni og með hvítan hring í kringum augun. Goggurinn er sagður frammjór og vængirnir litlir. Fuglarnir halda sig í og við heita hveri og hafa menn séð þá stinga sér niður í sjóðandi vatnið.

Séra Snorri Björnsson á Húsafelli segir að hverafuglar séu mjög algengir en styggir. Hann segir að menn hafi stundum skotið hverafugla til matar en að það sé ekki hægt að sjóða þá í heitu vatni eins og annan mat.

Hverafugla þarf að sjóða í köldu vatni og tekur um eina og hálfa klukkustund að matreiða þá. Þeir þykja þokkalegir á bragðið en nokkurt kuldabragð er af þeim.

Talsvert er fjallað um hverafugla í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þeir félagar segjast ekki hafa séð slíka fugla og telja hverafugla vera eitt af undrum náttúrunnar þar sem þeir syndi í sjóðandi vatni.

Eggert og Bjarni fóru nokkrar ferðir út að Akrahver í Hveragerði og biðu þar tímunum saman en urðu fuglanna ekki varir. Niðurstaða þeirra er sú að langflestir Íslendingar trúi því að hér sé um raunverulega fugla að ræða.

Það veldur þeim þó miklum heilabrotum hvernig fuglarnir geti lifað í sjóðandi heitu vatni. „En ef við hins vegar ætlum að telja þetta náttúrulega fugla þá veldur það allmiklum vandræðum, jafnvel þótt fuglarnir haldi sig ekki í sjóðandi vatni heldur syndi aðeins skamma stund til þess að skríða niður í holur á jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra og hin harða húð á nefi þeirra og fótum gæti ef til vill þolað hitann og jafnvel haldið vatninu frá líkama þeirra. En hvað á að segja um augun? Þau hlytu að vera með allt öðrum hætti en augu annarra dýra, er menn þekkja, ef þau ættu að þola þennan hita.“

Þeir velta einnig fyrir sé hvernig blóðið í fuglum sé og hvernig þeir fari að því að kafa vegna þess að blóðið í fuglum sé yfirleitt létt. „Ef menn hins vegar vilja gera skriðdýr úr hverafuglum þá er ef til vill auðveldara að skýra tilveru þeirra. En ef þetta eru venjulegir fuglar þá eru þeir í sannleika mikil og furðuleg nýjung í náttúrufræðinni.“

Skylt efni: Stekkur | hverafugla

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...