Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Pavla Dagsson-Waldhauserova, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlýtur nýdoktorsstyrk Rannís.
Pavla Dagsson-Waldhauserova, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlýtur nýdoktorsstyrk Rannís.
Fréttir 13. febrúar 2020

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ryk í andrúmsloftinu á sér fjölbreyttan uppruna en oftast er það sett í samhengi við stóru eyðimerkurnar á borð við Sahara og Góbí sem helstu uppsprettur ryks í andrúmsloftinu. Ryk á sér þó einnig uppruna á heimskautasvæðum, sem hafa samtals um hálfa milljón ferkílómetra auðna og eru taldar valda um 5% rykmengunar í heiminum.

Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með rykmengun frá helstu uppfoksstöðum landsins og loftgæðum vegna rykmengunar.

Verkefnið byggir m.a. á samstarfi á vettvangi alþjóðlegs samstarfsnets sem nefnist ICEDUST (Icelandic Aerosol and Dust Association). Þetta netverk er opið öllum sem hafa áhuga á þekkingu og rannsóknum er varða ryk á heimskautasvæðum (sjá  https://icedustblog.wordpress.com/). Fjórða ráðstefna samtakanna verður haldin í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti 13.–14. febrúar á þessu ári.

Stærsta eyðimörk norðurheimskautsins

Íslenskar auðnir eru stærstu eyðimerkur heimskautasvæða norðursins og enn fremur þær víðfeðmustu í Evrópu. Á Íslandi verða svokallaðir „rykatburðir“ eða „rykveður“ að minnsta kosti 135 sinnum á ári að meðaltali, sem valda mikilli og víðtækri rykmengun. Þetta ryk getur borist mörg þúsund kílómetra í átt að heimskautasvæðunum og til Evrópu. Rykið hefur slæm áhrif á loftgæði en það hefur einnig áhrif á snjó og ís og minnkar þá endurkast sólarljóssins. Það eykur aftur á móti bráðnun snævar, m.a. á jöklum heimskautasvæðanna.

Rykmengun frá helstu uppfoksstöðum

Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með rykmengun frá helstu uppfoksstöðum landsins og loftgæðum vegna rykmengunar. Alþjóðleg loftslagslíkön á borð við DREAM líkanið (Dust Regional Atmospheric Model) verða notuð til að gera spár um rykmengun sem verða aðgengileg stofnunum og almenningi á netinu. Þá verða spár og mælingar á rykmengun á heimskautasvæðum gerðar aðgengilegar í kerfi Alþjóðlegu Veðurstofnunarinnar (WMO, World Meteorological Organization on Sand/Dust Storm Warning Advisory and Assessment System), þar sem gerð er sérstök spá og sendar út viðvaranir um sand- og rykveður sem geta haft áhrif á loftgæði (Sand/Dust Storm Warning Advisory and Assessment System). Kerfið fylgist einnig með rykveðrum á Suðurskautslandinu og á Svalbarða.

Áhrif ryks eru víðtæk

Ryk er afar mikilvægur þáttur í náttúru jarðar og áhrifin eru víðtæk. Rannsóknirnar beinast því einnig að því að varpa ljósi á áhrif ryks á heimskautasvæði. Meðal annars að gera samanburð á áhrifum sóts og ryks sem saman­stendur af íslenskum basískum rykkornum á snjó og ís á Íslandi, í Færeyjum og Lapplandi. Einnig áhrif um ryk frá Íslandi á eiginleika skýja og skýjamyndun. Áhrif ryks á efnafræði andrúmsloftsins og áhrif ryksins á vistkerfi hafsvæða. Það varðar m.a. uppleysanleika járns sem hefur áhrif á frumframleiðni í sjó umhverfis landið. Rannsóknunum er ætlað að skýra áhrif ryksins á loftslag heimskautasvæða og þær eru einnig mikilvægar fyrir þekkingu á loftslagsbreytingum og störf IPCC fyrir skilning á loftslagi heimskautasvæða. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f