Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Mynd / Kelsey Todd - Unsplash
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyrsta rekstrarári. Félagið hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.

Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 námu rekstrartekjur fyrirtækisins tæpum 598 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara voru rúmar 578 milljónir króna. Félagið greiddi laun fyrir starfsmann í 40% starfshlutfalli og annan rekstrarkostnað upp á um sjö milljónir króna. Eignir félagsins námu tæplega 75 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eigið fé í árslok nam tæpum 1,7 milljónum króna.

Félagið og hlutafé þess er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar. Starfsemi Háahólma er skilgreind í ársreikningnum sem rekstur heildsölu. Ýmislegt bendir til þess að félagið sé milliliður í innflutningi Kaupfélags Skagfirðinga á kjöti sem fer beint í vinnslu Esju Gæðafæðis, dótturfélags KS, eins og fram kom í 13. tölublaði Bændablaðsins.

Á aðalfundi KS um mitt síðasta ár beindu félagsmenn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum og eftir það hefur Esja Gæðafæði ekki tekið þátt í útboðum á ESB- og WTO-tollkvótum á landbúnaðarafurðum.

Hins vegar selur Esja Gæðafæði enn erlent kjöt, sem fæst meðal annars í Sælkerabúðinni að Bitruhálsi, hvar Esja Gæðafæði er einnig til húsa.

Skylt efni: Háihólmi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...