Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Mynd / Kelsey Todd - Unsplash
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyrsta rekstrarári. Félagið hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.

Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 námu rekstrartekjur fyrirtækisins tæpum 598 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara voru rúmar 578 milljónir króna. Félagið greiddi laun fyrir starfsmann í 40% starfshlutfalli og annan rekstrarkostnað upp á um sjö milljónir króna. Eignir félagsins námu tæplega 75 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eigið fé í árslok nam tæpum 1,7 milljónum króna.

Félagið og hlutafé þess er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar. Starfsemi Háahólma er skilgreind í ársreikningnum sem rekstur heildsölu. Ýmislegt bendir til þess að félagið sé milliliður í innflutningi Kaupfélags Skagfirðinga á kjöti sem fer beint í vinnslu Esju Gæðafæðis, dótturfélags KS, eins og fram kom í 13. tölublaði Bændablaðsins.

Á aðalfundi KS um mitt síðasta ár beindu félagsmenn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum og eftir það hefur Esja Gæðafæði ekki tekið þátt í útboðum á ESB- og WTO-tollkvótum á landbúnaðarafurðum.

Hins vegar selur Esja Gæðafæði enn erlent kjöt, sem fæst meðal annars í Sælkerabúðinni að Bitruhálsi, hvar Esja Gæðafæði er einnig til húsa.

Skylt efni: Háihólmi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...