Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Líf og starf 20. september 2024

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson

Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.

Undirritaður var í frekar þröngri stöðu enda margir menn eftir á borðinu og þurfti nauðsynlega að bregðast við með einhverjum hætti. Í 32. leik sá ég færi á snyrtilegri drottningarfórn sem leiðir til máts í einum leik í kjölfarið og auðvitað lét ég vaða á það. Andstæðingur minn gáði ekki að sér og gekk beint í gildruna.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 32......Dxh5!! Sem við fyrstu sýn virðist slæmur afleikur, þar sem riddarinn getur drepið drottninguna, sem minn andstæðingur einmitt gerði. Þá á svartur mát í einum leik... Rh3+ og kóngurinn á engan stað til að fara á og er því mát. Hvítur hefði getað sloppið við mátið með því að taka ekki drottninguna, en hann yrði þá manni undir sem oftast endar með tapi fyrir rest.

Íslandsmót skákfélaga fer fram helgina 3.–6. október í Rimaskóla í Reykjavík. Þangað mæta skákfélög af öllu landinu til keppni og reikna má með um 400 keppendum á öllum aldri. Áhugafólki um skák er velkomið að fylgjast með.

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...