Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Fréttir 2. nóvember 2015

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Skýringarmyndin hér að ofan sýnir hvernig bakteríur geta borist frá dýrum og á matardisk neytenda. 
 
Dýrum eru gefin sýklalyf sem drepa flestar bakteríur. Ónæmar bakteríur lifa hins vegar af og geta gert mikinn óskunda. Þær geta borist beint í dýraafurðir eins og t.d. kjöt. Ef ónæmar bakteríur berast í grunnvatn eða jarðveg er hætta á að gróður verði fyrir mengun. Matvæli geta líka smitast á menguðu yfirborði, eins og skurðarbrettum. Bakteríur geta auðveldlega borist með búfjárúrgangi. 
 
Sýklalyf eru lyf sem geta eytt eða hindrað útbreiðslu baktería til að lækna sýkingar í fólki, dýrum og stundum einnig plöntum. Sýklalyf eru lyf sem nota á við sýkingum af völdum baktería. Ekki eru öll sýklalyf virk gegn öllum bakteríum. Til eru yfir 15 mismunandi flokkar sýklalyfja sem eru ólíkir hver öðrum að efnafræðilegri byggingu og virkni gegn bakteríum. Sýklalyf geta virkað gegn aðeins einni tegund baktería eða mörgum. 
 
 
Bakteríur teljast ónæmar gegn sýklalyfjum þegar ákveðin sýklalyf geta ekki lengur eytt þeim eða hindrað útbreiðslu þeirra. Sumar bakteríur búa yfir náttúrulegu ónæmi gegn ákveðnum sýklalyfjum (innra eða eðlislægu ónæmi). Það sem er meira áhyggjuefni er þegar sumar bakteríur sem sýklalyf hafa venjulega áhrif á byggja upp ónæmi vegna erfðafræðilegra breytinga (áunnið ónæmi). Ónæmar bakteríur þrífast þá þrátt fyrir inngjöf sýklalyfja og halda áfram að fjölga sér og valda þannig lengri veikindum eða jafnvel dauða. Sýkingar af völdum ónæmra sýkla geta útheimt meiri umönnun og einnig önnur og dýrari  sýklalyf sem geta haft í för með sér alvarlegri aukaverkanir.
 
Heimild: Sóttvarnastofnun ESB, ECDC
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...