Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Fréttir 2. nóvember 2015

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Skýringarmyndin hér að ofan sýnir hvernig bakteríur geta borist frá dýrum og á matardisk neytenda. 
 
Dýrum eru gefin sýklalyf sem drepa flestar bakteríur. Ónæmar bakteríur lifa hins vegar af og geta gert mikinn óskunda. Þær geta borist beint í dýraafurðir eins og t.d. kjöt. Ef ónæmar bakteríur berast í grunnvatn eða jarðveg er hætta á að gróður verði fyrir mengun. Matvæli geta líka smitast á menguðu yfirborði, eins og skurðarbrettum. Bakteríur geta auðveldlega borist með búfjárúrgangi. 
 
Sýklalyf eru lyf sem geta eytt eða hindrað útbreiðslu baktería til að lækna sýkingar í fólki, dýrum og stundum einnig plöntum. Sýklalyf eru lyf sem nota á við sýkingum af völdum baktería. Ekki eru öll sýklalyf virk gegn öllum bakteríum. Til eru yfir 15 mismunandi flokkar sýklalyfja sem eru ólíkir hver öðrum að efnafræðilegri byggingu og virkni gegn bakteríum. Sýklalyf geta virkað gegn aðeins einni tegund baktería eða mörgum. 
 
 
Bakteríur teljast ónæmar gegn sýklalyfjum þegar ákveðin sýklalyf geta ekki lengur eytt þeim eða hindrað útbreiðslu þeirra. Sumar bakteríur búa yfir náttúrulegu ónæmi gegn ákveðnum sýklalyfjum (innra eða eðlislægu ónæmi). Það sem er meira áhyggjuefni er þegar sumar bakteríur sem sýklalyf hafa venjulega áhrif á byggja upp ónæmi vegna erfðafræðilegra breytinga (áunnið ónæmi). Ónæmar bakteríur þrífast þá þrátt fyrir inngjöf sýklalyfja og halda áfram að fjölga sér og valda þannig lengri veikindum eða jafnvel dauða. Sýkingar af völdum ónæmra sýkla geta útheimt meiri umönnun og einnig önnur og dýrari  sýklalyf sem geta haft í för með sér alvarlegri aukaverkanir.
 
Heimild: Sóttvarnastofnun ESB, ECDC
Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...