Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveinn Ingi Kjartansson, kjötiðnaðarmaður hjá Kjarnafæði, kannar ástandið á Húskarlahangilærunum en þau eru tvíreykt og njóta vaxandi vinsælda með hverju árinu sem líður.
Sveinn Ingi Kjartansson, kjötiðnaðarmaður hjá Kjarnafæði, kannar ástandið á Húskarlahangilærunum en þau eru tvíreykt og njóta vaxandi vinsælda með hverju árinu sem líður.
Fréttir 8. desember 2015

Húskarlahangikjötið vinsælla með hverju ári sem líður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Það er alveg óhætt að segja að hangikjötssalan er þegar farin vel af stað og við eigum von á mikilli sölu á hangikjöti nú fyrir jólin,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði.

Þar á bæ eru menn í óða önn að undirbúa kjötsölu fyrir jól og áramót.

Flestir vilja úrbeinað

Kjarnafæði framleiðir og selur þrjár tegundir hangikjöts, Kofareykta-, Taðreykta- og Vopnafjarðarhangikjötið. Ólafur segir sölu undan farinna ára hafa verið góða og að nokkurn veginn skiptist til helminga úrbeinuð læri og frampartur. Hangilæri með beini á undir högg að sækja, æ fleiri kjósa hin síðari ár að hafa sitt hangikjöt úrbeinað.

„Við bjóðum þó að sjálfsögðu upp á það með beini enda er það alltaf góður hópur sem vill sjóða beinið með til að kalla fram aðeins öðruvísi og að þeirra mati betra bragð,“ segir hann.

Húskarlahangikjötið verður vinsælla með hverju árinu sem líður, tvíreykt hangikjöt sem hægt er að skera niður og borða beint af beininu.

„Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri forstofur eða bílskúrar hér á landi þar sem hægt er að finna hálfétið húskarlalæri. Kosturinn er sá að ekki þarf að geyma það í kæli eftir að byrjað er á því og það verður bara betra eftir því sem það þornar meira.“

Sala fer vel af stað

Ólafur segir að fjölskyldur og vinahópar haldi gjarnan litlu jól og þá sé hangikjötið stór partur af veislunni. Mötuneyti eru fjölmörg og veitingastaðir taka á móti fyrirtækjum í mat, nokkrar vikur séu síðan farið var að afgreiða hangikjöt til þeirra. Algengt er að fólk taki hangikjöt með á leið í heimsókn til ættingja og vina í útlöndum. Hann bendir á að hægt sé að grípa með sér hangikjöt og húskarlalæri í Leifsstöð þannig að fólk þarf ekki að burðast með kjötmetið í farangri sínum í gegnum tollinn. Einnig megi þar nálgast óreykt og ferskt lambakjöt.

„Þannig að salan er farin af stað fyrir þó nokkru en svo fer þunginn vaxandi eftir því sem líður á desember,“ segir hann.

Ekki sjóða of lengi

Kjötiðnaðarmeistarar Kjarna fæðis hafa því haft hugann við þessi þjóð- legu matvæli um skeið. Ólafur segir þá passa vel upp á að allir fái það sem fyrirtækið stendur fyrir, sem sé gæði þegar kemur að reyk- og saltbragði og að sjálfsögðu að kjötinu sjálfu. Ólafur mælir með því að fólk hafi í huga við matreiðsluna að sjóða kjötið ekki of lengi og hafa lágan hita, þannig haldist kjötsafinn frekar í kjötinu. Best er að leyfa kjötinu að kólna í soðinu.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...