Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Mynd / Ninno Jack Jr.
Fréttir 11. ágúst 2022

Hungur í heiminum vex

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allt að 828 milljón manns bjuggu við hungur árið 2021. Fólk sem lifir undir hungurmörkum hefur aukist um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs.

Um 2,3 milljarðar manna, eða 11,7% jarðarbúa, standa frammi fyrir fæðuóöryggi á alvarlegu stigi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum.

Aukning á hungri á heimsvísu árið 2021 endurspeglar aukinn ójöfnuð milli og innan landa vegna misbágrar efnahagsstöðu og tekjutaps þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af heimsfaraldri Covid-19.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að árið 2020 var áætlað að 22% af börnum heimsins, yngri en 5 ára, byggju við skort á mat á meðan 5,7% barna á sama aldri væri í ofþyngd.

Tæplega 3,1 milljarður manna hafði ekki efni á heilbrigðu mataræði árið 2020, sem er 112 milljónum fleiri en árið 2019. Endurspeglar það ekki síst verðhækkanir á matvælum í kjölfar heimsfaraldursins.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að kostnaður á heilbrigðu mataræði hafi numið að meðaltali 3,54 Bandaríkjadölum yfir heiminn árið 2020. Miðað við þá mælistiku höfðu um 80% fólks í Afríku ekki efni á slíku á meðan hlutfallið var 1,9% í Norður-Ameríku og Evrópu.

Spár gera ráð fyrir að næstum 670 milljónir manna muni standa frammi fyrir hungri árið 2030, eða 8% mannkyns, sem er sama hlutfall og árið 2015.

Skylt efni: utan úr heimi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...