Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Mynd / Ninno Jack Jr.
Fréttir 11. ágúst 2022

Hungur í heiminum vex

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allt að 828 milljón manns bjuggu við hungur árið 2021. Fólk sem lifir undir hungurmörkum hefur aukist um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs.

Um 2,3 milljarðar manna, eða 11,7% jarðarbúa, standa frammi fyrir fæðuóöryggi á alvarlegu stigi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum.

Aukning á hungri á heimsvísu árið 2021 endurspeglar aukinn ójöfnuð milli og innan landa vegna misbágrar efnahagsstöðu og tekjutaps þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af heimsfaraldri Covid-19.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að árið 2020 var áætlað að 22% af börnum heimsins, yngri en 5 ára, byggju við skort á mat á meðan 5,7% barna á sama aldri væri í ofþyngd.

Tæplega 3,1 milljarður manna hafði ekki efni á heilbrigðu mataræði árið 2020, sem er 112 milljónum fleiri en árið 2019. Endurspeglar það ekki síst verðhækkanir á matvælum í kjölfar heimsfaraldursins.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að kostnaður á heilbrigðu mataræði hafi numið að meðaltali 3,54 Bandaríkjadölum yfir heiminn árið 2020. Miðað við þá mælistiku höfðu um 80% fólks í Afríku ekki efni á slíku á meðan hlutfallið var 1,9% í Norður-Ameríku og Evrópu.

Spár gera ráð fyrir að næstum 670 milljónir manna muni standa frammi fyrir hungri árið 2030, eða 8% mannkyns, sem er sama hlutfall og árið 2015.

Skylt efni: utan úr heimi

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...