Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hundur leysist upp í grænum reyk
Skoðun 1. júní 2015

Hundur leysist upp í grænum reyk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Margar áhugasamar fréttir af undrum náttúrunnar komast sjaldan eða aldrei í fjölmiðla. Daglegt þras um fjármál, stjórnmál og önnur óáhugaverð mál njóta þar meiri vinsælda.

Ein af þeim spurningum sem undirritaður hefur varpað fram á ritstjórnarfundi Bændablaðsins er af hverju það rigndi stundum froskum en aldrei halakörtum? Heimurinn er fullur af undrum, fólk lyftist upp af jörðinni og flýgur, undarleg ljós sjást á himnum og fregnir um fljúgandi furðuhluti eru nánast daglegar úti í heimi. Allt án haldbærra skýringa.
Árið 1874 fæddist drengur sem fékk nafnið Charles Hoy Fort. Hann átti síðar eftir að verða ókrýndur konungur rómantískrar náttúrufræði og safna sögum um furðufyrirbæri náttúrunnar og gefa út á bók. Áhugi Fort á furðusögum er af svipuðum meiði og þjóðsagnasöfnun Jóns Árnasonar og Sigfúsar Sigfússonar.

Fort hafði í sjálfu sér engan áhuga á því sem í dag er kallað yfirnáttúruleg fyrirbæri eða dulsálarfræði. Hann taldi að öll fyrirbæri væru náttúruleg og að þau ætti að skýra. Hann var óvæginn í gagnrýni sinni á „svokallaða vísindamenn“ eins og Fort kallaði marga menntaða samtímamenn sína. Fort taldi þá sniðganga allt sem þeir gætu ekki skýrt út frá eigin reynslu og ekki hafa hugmyndaflug til að líta á heiminn nema frá einu sjónarhorni, múlbundna af þröngsýni og fordómum.

Sjálfur sagðist Fort trúa öllu og engu, allt væri breytingum háð og ekkert væri eins og það sýndist.

Fort safnaði ótrúlegum fjölda furðusagna enda sat hann á bókasöfnum í New York og London í tuttugu og sjö ár og leitaði fanga. Hann hefur til dæmis eftir dagblaðinu New York World 25. mars 1883 að dóttir Jesse Miller í Greenville hafi nokkrum sinnum lyfst upp af stofugólfinu heima hjá sér og „flogið“ út í garð. Um svipað leyti greinir tímaritið Cosmos frá því að mikið af fiskum hafi fallið af himni í Norfork í Virginíu-ríki. Nature segir frá því að árið 1880 hafi hópur fólks í Þýskalandi séð upplýstar verur svífa á himninum.

Fort trúði því staðfastlega að verur frá öðrum heimum heimsæktu jörðina annað kastið og hann hefur það eftir Scientific American að í júlí 1882 hafi fjöldi manna í Líbanon séð einkennilegan hlut á himni. Þegar hluturinn hvarf komu tvö þríhyrningslaga loftför í staðinn og flugu lágt yfir jörðinni.

Ein furðulegasta sagan í safni hans segir frá hundi sem talaði mannamál en leystist síðan upp í grænan reyk. Fort gerir enga athugasemd við að hundurinn skuli tala en hann setur spurningarmerki við að hann hafi leyst upp í grænum reyk.

Gagnrýnendur Forts segja að hann hafi verið bjánalega trúgjarn og sjaldnast dregið sannleiksgildi sagnanna sem hann safnaði í efa og lagt sig fram um að koma slæmu orði á vísindi og notið þess að niðurlægja vísindamenn sem hann kallaði hina nýju prestastétt.

Í dag trúa margir Íslendingar  á álfa, drauga og skrímsli svo eitthvað sé nefnt. Eru þetta yfirnáttúruleg fyrirbæri eða einfaldlega náttúrundur eins og meyfæðing Maríu og ýmissa kvenkynshákarla sem fæða afkvæmi án frjóvgunar karldýra.

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...