Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Humarleiðangur Hafró
Mynd / Anton Ahlberg - Unsplash
Fréttir 12. júlí 2023

Humarleiðangur Hafró

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hafrannsóknastofnun hélt í rannsóknarleiðangur dagana 6. til 15. júní síðastliðinn.

Þar var stofnstærð humars metin út frá humarholufjölda með hjálp neðansjávarmyndavéla.

Myndað var á 89 stöðum, allt vestan frá Jökuldýpi á Faxaflóa austur til Lóndýpis. Niðurstöður leiðangursins verða kynntar í haust þegar búið er að fara yfir allt myndefnið, en fyrsta yfirferð bendir til aukningar frá síðasta mati. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Togað var á 17 stöðum til að safna upplýsingum um stærðarsamsetningu og kynþroska. Á flestum stöðum veiddist lítið af humri og voru þeir almennt stórir. Þekkt er þegar veiði er dræm að einkum veiðist stór dýr. Enn fremur voru tekin háfsýni á 26 stöðum til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu. Leiðangurinn fór fram um borð í Bjarna Sæmundssyni HF 30, rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...