Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugsar fólk almennt um hvað það er að borða?
Fréttir 13. febrúar 2017

Hugsar fólk almennt um hvað það er að borða?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Íslendingar geta verið stoltir af nánast öllum mat sem framleiddur er á landinu sökum hreinleika við framleiðslu.
 
?Við getum verið stolt af íslenskri kjötframleiðslu, en hvernig stöndum við í grænmetinu?
Miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum um lyfjanotkun í kjötframleiðslu erlendis ætti maður ekki að borða neitt annað kjöt en það kjöt sem framleitt er hér á landi. Allavega er ég mikill aðdáandi lambakjöts enda er lambakjöt fyrir mér það kjöt sem næst kemst villibráð, en nánast engin lömb fá nein lyf á lífsleiðinni fyrir utan hluta af töflu strax við fæðingu sem á að styrkja meltinguna. 
 
Grænmeti og fóður
 
Fyrir nokkru heyrði ég á tal manna sem voru að tala um mat á villibráðarkvöldi. Umræðuefnið var gæsir og veltu þeir fyrir sér hvort gæsakjöt væri eins hreint og af er látið. Vetrardvalasvæði gæsa væru akrar og svæði sem hugsanlega hafi verið eitruð með skordýraeitri og hvaða áhrif þetta hefði á kjötið. Ekki veit ég frekar en þeir hvort þetta hefur áhrif á kjötið né hvort gæsir á vetrarstöðum séu að nærast á ökrum sem hafa verið eitraðir. Ekki veit ég til þess að hér á landi sé eitur notað þar sem verið er að rækta skepnufóður, en eitthvað er um að fólk eitri matjurtagarða sína og margir eitra runna og blómagarða sína  til að verjast grasmaðki. 
 
Eitthvað lítið um upprunavottorð á fersku innfluttu grænmeti
 
Oft má sjá og heyra auglýsingar um nýtt og ferskt innflutt grænmeti. Þegar maður fer í búð er ekkert sem stendur á vörunni um í hvaða ferli grænmetið hefur verið í framleiðslunni né hvort eitrað hafi verið á vöruna við framleiðsluna. Allavega sá ég fyrir nokkru á prenti þar sem verið var að tala um innfluttar paprikur að í rannsókn sem gerð hafi verið á paprikum í Danmörku hafi magn eiturs verið töluvert yfir leyfilegum viðmiðunarmörkum.
 
Ástæða þótti að endurskoða reglugerð í Ameríku
 
Frá 1992 hefur verið í gildi nánast óbreytt reglugerð um eitranir á ræktuðu landi í Ameríku, en síðastliðið ár hefur heilbrigðiseftirlitið þar í landi verið að endurskoða alla reglugerðina (United States Environmental Protection Agency). Ekki kemur fram í fréttatilkynningunni um nýju reglurnar, sem tóku gildi nú í janúar 2017, hvers vegna var farið í þessar reglubreytingar, en þegar fyrri reglugerð var skoðuð er greinilegt að þörf var á að skerpa á reglunum.
 
Einhver hefur ástæðan verið fyrir breyttri reglugerð í Ameríku.
Sem dæmi er nú í nýju reglunum börnum undir 18 ára aldri bannað að vinna við eitranir, merkingar á nýlega eitruðum ökrum þurfa að vera vel sjáanlegar, hlífðarklæðnaður þarf að vera að vissri gerð og staðli ásamt gleraugum o.fl. Ekkert af þessu ofantöldu var í gömlu reglugerðinni og greinilegt miðað við orðalag að eitthvað hefur gerst sem kallaði á þessar breytingar í löggjöfinni. 
 
Í framhaldi af þessum hugleiðingum og vaxandi fjölda fólks sem borðar mikið grænmeti var mér hugsað til þess hvort einhverjar reglur eru um notkun eiturs við íslenska framleiðslu á grænmeti og hvort samanburður hafi verið gerður neytendum til upplýsinga um muninn á íslensku grænmeti og erlendu.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...