Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugsar fólk almennt um hvað það er að borða?
Fréttir 13. febrúar 2017

Hugsar fólk almennt um hvað það er að borða?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Íslendingar geta verið stoltir af nánast öllum mat sem framleiddur er á landinu sökum hreinleika við framleiðslu.
 
?Við getum verið stolt af íslenskri kjötframleiðslu, en hvernig stöndum við í grænmetinu?
Miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum um lyfjanotkun í kjötframleiðslu erlendis ætti maður ekki að borða neitt annað kjöt en það kjöt sem framleitt er hér á landi. Allavega er ég mikill aðdáandi lambakjöts enda er lambakjöt fyrir mér það kjöt sem næst kemst villibráð, en nánast engin lömb fá nein lyf á lífsleiðinni fyrir utan hluta af töflu strax við fæðingu sem á að styrkja meltinguna. 
 
Grænmeti og fóður
 
Fyrir nokkru heyrði ég á tal manna sem voru að tala um mat á villibráðarkvöldi. Umræðuefnið var gæsir og veltu þeir fyrir sér hvort gæsakjöt væri eins hreint og af er látið. Vetrardvalasvæði gæsa væru akrar og svæði sem hugsanlega hafi verið eitruð með skordýraeitri og hvaða áhrif þetta hefði á kjötið. Ekki veit ég frekar en þeir hvort þetta hefur áhrif á kjötið né hvort gæsir á vetrarstöðum séu að nærast á ökrum sem hafa verið eitraðir. Ekki veit ég til þess að hér á landi sé eitur notað þar sem verið er að rækta skepnufóður, en eitthvað er um að fólk eitri matjurtagarða sína og margir eitra runna og blómagarða sína  til að verjast grasmaðki. 
 
Eitthvað lítið um upprunavottorð á fersku innfluttu grænmeti
 
Oft má sjá og heyra auglýsingar um nýtt og ferskt innflutt grænmeti. Þegar maður fer í búð er ekkert sem stendur á vörunni um í hvaða ferli grænmetið hefur verið í framleiðslunni né hvort eitrað hafi verið á vöruna við framleiðsluna. Allavega sá ég fyrir nokkru á prenti þar sem verið var að tala um innfluttar paprikur að í rannsókn sem gerð hafi verið á paprikum í Danmörku hafi magn eiturs verið töluvert yfir leyfilegum viðmiðunarmörkum.
 
Ástæða þótti að endurskoða reglugerð í Ameríku
 
Frá 1992 hefur verið í gildi nánast óbreytt reglugerð um eitranir á ræktuðu landi í Ameríku, en síðastliðið ár hefur heilbrigðiseftirlitið þar í landi verið að endurskoða alla reglugerðina (United States Environmental Protection Agency). Ekki kemur fram í fréttatilkynningunni um nýju reglurnar, sem tóku gildi nú í janúar 2017, hvers vegna var farið í þessar reglubreytingar, en þegar fyrri reglugerð var skoðuð er greinilegt að þörf var á að skerpa á reglunum.
 
Einhver hefur ástæðan verið fyrir breyttri reglugerð í Ameríku.
Sem dæmi er nú í nýju reglunum börnum undir 18 ára aldri bannað að vinna við eitranir, merkingar á nýlega eitruðum ökrum þurfa að vera vel sjáanlegar, hlífðarklæðnaður þarf að vera að vissri gerð og staðli ásamt gleraugum o.fl. Ekkert af þessu ofantöldu var í gömlu reglugerðinni og greinilegt miðað við orðalag að eitthvað hefur gerst sem kallaði á þessar breytingar í löggjöfinni. 
 
Í framhaldi af þessum hugleiðingum og vaxandi fjölda fólks sem borðar mikið grænmeti var mér hugsað til þess hvort einhverjar reglur eru um notkun eiturs við íslenska framleiðslu á grænmeti og hvort samanburður hafi verið gerður neytendum til upplýsinga um muninn á íslensku grænmeti og erlendu.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...