Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hugmyndir lagðar fram um uppstokkun á stuðningskerfi sauðfjárbænda
Fréttir 2. ágúst 2018

Hugmyndir lagðar fram um uppstokkun á stuðningskerfi sauðfjárbænda

Höfundur: TB / BB

Sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands (BÍ) ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og skipa samninganefndir á vegum ríkisins og bænda. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert.

Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Stefnt er að því að ljúka heildar­endurskoðun samningsins síðar á þessu ári.

Bændur hafa nú þegar tilnefnt sitt fólk í samninganefnd en frestur til þess rann út 1. ágúst. Fulltrúar þeirra verða Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ. Ekki liggur fyrir hverjir muni sitja í samninganefndinni fyrir hönd ríkisins en heimildir úr atvinnuvegaráðuneytinu herma að  það verði tilkynnt fljótlega eftir verslunarmannahelgi.

Aðgerðir í fimm liðum

Í skýrslu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga koma fram aðgerðatillögur í fimm liðum sem eiga að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019.

Þær eru að innleiða fækkunar­hvata sem felast í útleið fyrir bændur 67 ára og eldri, frysta gæðastýringar­greiðslur til að draga úr framleiðslu, lækka ásetnings­hlutfall úr 0,7 í 0,5, að bændum bjóðist þátttaka í þróunarverkefni sem felist í ráðgjöf til þeirra við skipulag búreksturs og landnotkunar og að stofnaður verði stöðug­leika­sjóður sem stjórntæki til að jafna út sveiflur á mörkuðum.

Þá koma einnig fram róttækar hugmyndir um breytingar á stuðningskerfi sauðfjárbænda. Þær byggja m.a. á því að opna kerfið meira og að bændur fái frelsi til að nýta stuðninginn til fjölbreyttari starfsemi. Í stað ærgilda og gæðastýringar verði komið á nýju fyrirkomulagi sem myndi horfa til þeirra fjármuna sem hvert bú eða framleiðandi hafi fengið á undanförnum tveimur til þremur árum á grundvelli þessara tveggja stuðningskerfa. Á þeim grunni yrði til nýr réttur, svokallaður búsetu­­­grunnur. Samráðs­hópurinn telur mikilvægt að ná fram uppstokkun og einföldun á stuðningi ríkisins og skapa meiri samstöðu meðal sauðfjárbænda.

Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segist leggja áherslu á að farið verði í bráðaaðgerðir fyrir haustið og að samninganefndin hittist sem allra fyrst til að komast að samkomulagi um aðgerðir. „Í meginatriðum snúast aðgerðirnar um að ná jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar. Hugmyndir um búsetugrunn vekja spurningar um markmið búvörusamninganna, t.d. hvort þeir eigi að vera byggðastuðningur einvörðungu eða hvort meginhlutverk þeirra verði áfram að styðja við matvælaframleiðslu og landbúnað,“ segir Oddný. Hún telur að það þurfi að vera í forgangi að koma þeim bráðaaðgerðum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafi talað fyrir til framkvæmda sem fyrst og að breytingar á rekstrarumhverfi afurðastöðva myndu styðja greinina til framtíðar.

Kristján Þór Júlíusson sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra sagði í aðsendri grein, sem birt var í Morgunblaðinu og á bbl.is fyrr í vikunni, að hann bindi vonir við að endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar muni marka nýja og bjartari tíma í greininni. Hann sagði stjórnvöld leggja áherslu á að innleiða sérstaka aðlögunarsamninga um nýja starfsemi til sveita. „Með þeim verði horfið frá núverandi kerfi þar sem stuðningur við bændur er fastbundinn við ákveðið kerfi sem skilyrðir hann við ákveðna framleiðslu,“ sagði Kristján Þór. 

Tillögur samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga má nálgast hér í heild sinni.
 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...