Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugað að viðhaldi véla og tækja
Fréttir 17. júlí 2017

Hugað að viðhaldi véla og tækja

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Margir eru langt komnir með fyrsta slátt í heyskap sumarsins. Vonandi hefur sú vinna verið áfallalaus hjá sem flestum, en í og eftir heyskap þarf að huga sérstaklega að lausu heyi sem getur safnast við vatnskassann á dráttarvélum.

Fyrir utan að hindra eðlilega kælingu fyrir vélina þá hefur þetta lausa og oftast þurra hey valdið mörgum brunanum í dráttarvélum. Í forvarnarbæklingi frá einum framleiðanda dráttarvéla var mælst til þess að í hvert skipti sem eldsneyti sé tekið á vélina sé allt gras og hey þrifið í burtu. Í sama bækling var nefnt að huga sem oftast að því að smyrja í alla koppa, ekkert of mikið og ekki heldur of lítið í hvert skipti, en aðallega að setja í koppana sem oftast.

Fjárhagslega og betra að fylla eldsneytistanka í lok vinnudags

Ein var sú setning sem ég skildi ekki í þessum forvarnarbæklingi, en mælt var eindregið með því að enda alla vinnudaga á að fylla dráttarvélina af eldsneyti. Ég aflaði mér upplýsinga hjá vélfræðingi um þessa setningu og svarið hans var:

Allir eldsneytistankar sagga að innan við kaldar nætur, en með fullan tank gerist það ekki, fyrir vikið er eldsneytiskerfið hjá þeim sem fyllir á kvöldin mun hreinna á kvöldfyllingarvélunum. Hjá þeim sem fyllir á morgnana er oftar raki í eldsneytinu, en sparnaðurinn hjá kvöldfyllingaraðilanum er að sjaldnar þarf að skipta um hráolíusíu og efni eins og spíssahreinsir er algjörlega óþarfur, en þetta hefur verið kannað hjá stórum rútufyrirtækjum og munurinn er fjárhagslega mikill þegar upp er staðið.
Írar enn og aftur að sýna snilli sína í forvörnum tengda landbúnaði

Oft í þessum pistlum hef ég vitnað til H.S.A. (www.hsa.ie ,Health & Safety Authority á Írlandi), sem hefur starfað ekki ósvipað og okkar Vinnueftirlit að forvörnum. Allt frá árinu 1989 hefur ötullega verið haldið utan um alla forvarnarvinnu og tölurnar á þessum árum sýna vel árangurinn í sveiflum á milli ára. Landbúnaðartölfræðin nær til 1991 og er fróðlegt að glugga í tölulegar staðreyndir.  Í síðustu viku kom út 110 síðna forvarnarbæklingur fyrir írskan landbúnað, en þessi bæklingur er endurútgefinn með breytingum þar sem leitast er við að kryfja vanda hvers tíma er við á. Í ársbyrjun las ég fréttatilkynningu frá HSA þess efnis að fé til forvarna og fjöldi slysa er greinilega sjáanlegur og var þá vitnað til ársins 2013, en þá voru 16 banaslys. Um leið var slakað á í forvörnum vegna fjárskorts og árið eftir var metár í banaslysum, eða 30.

Hraðfletting á nýja forvarnar­bæklingnum forvitnileg lesning

Nýi forvarnarbæklingurinn nefnist á ensku „Code of Practice for Preventing Injury and Occupational Ill Health in Agriculture“, eða „Leiðbeiningar til að forðast slys og heilsubrest við landbúnaðarstörf“. Þarna er bæklingur sem allir hefðu gott af að glugga í, en helst hefði ég viljað sjá þennan bækling þýddan og stílfærðan yfir á íslenskan landbúnað.  Í samantektinni er komið við alls staðar í öllum greinum sem flokkast til landbúnaðarstarfa á Írlandi. Það sem mér fannst athyglisverðast við þann stutta lestur minn var hversu vel sjáanlegar sveiflurnar voru í fjölda slysa á milli ára og sláandi samhengi á mismunandi miklu fjármagni sem sett var í forvarnir.

Skylt efni: Öryggismál | heilsa | umhverfi

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...