Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Líf&Starf 16. október 2015

Hrútaþukl á Raufarhöfn

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn með myndarbrag laugardaginn 3. október í Faxahöll við Raufarhöfn. 
 
Þar var margt um manninn, hrútar voru þuklaðir og seldir, auk þess sem ýmislegt var til gamans gert. Gísli Einarsson, verðlaunahrútur frá RÚV, stjórnaði samkomunni.
 
Norður-Þingeyjarsýsla er riðulaust svæði og hefur því sala á lífgimbrum og lambhrútum jafnan verið mikil af svæðinu. Hrútadagurinn er aðeins partur af allri sölunni sem fram fer en þar tefla bændur á svæðinu fram sínum bestu lambhrútum til sölu. Öllum er frjálst að bjóða í hrútana og ef fleiri en einn skrá sig sem kaupendur að sama hrútinum fer hann á uppboð. 
 
Sölumetið var ekki slegið á uppboðinu í ár en það mun vera hátt á annað hundrað þúsund. 
 
Félagar í Kótellettufélaginu létu sig ekki vanta og veittu verðulaun fyrir kótellettuhrút ársins, sem Eggert Stefánsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði átti. 
 
Þá var einnig hrútahlaup en það var hrútur frá Ágústi Marinó Ágústssyni bónda á Sauðanesi á Langanesi sem kom fyrstur í mark. 
 
Ein sú vitlausasta aðferð…
 
Það var ekki bara keppt um að eiga bestu hrútana heldur var keppt í stígvélakasti. Gísli Einarsson sagði að þetta væri nú ein sú vitlausasta aðferð sem hann hefði séð í stígvélakasti en keppandinn þarf að sveifla stígvélinu í gegnum klof sér, og ná sveiflu yfir bakið og fram. Það getur verið ansi snúið og æði mörg stígvél fóru beint aftur og máttu áhorfendur vara sig á fljúgandi stígvéli. Ragnar Skúlason bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði átti lengsta kastið, 12 metra, en óljóst er hvort hann hafi stundað æfingar heimafyrir þar sem þetta var hans eigið stígvél sem notað var til keppninnar.
 
Dagurinn endaði á skemmtikvöldi en þar voru afhent verðlaun fyrir afurðahæstu ána, sem er í eigu Einars Guðmundar Þorlákssonar og Aldísar Gunnarsdóttur á Svalbarði í Þistilfirði. 
 
Þá voru þar einnig hagyrðingar, misjafnlega siðprúðir að vanda og kvöldið endaði að sjálfsögðu með dunandi dansi fram á nótt. 

12 myndir:

Skylt efni: Hrútaþukl

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...