Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fólk 16. október 2015

Hrútaþukl á Raufarhöfn

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn með myndarbrag laugardaginn 3. október í Faxahöll við Raufarhöfn. 
 
Þar var margt um manninn, hrútar voru þuklaðir og seldir, auk þess sem ýmislegt var til gamans gert. Gísli Einarsson, verðlaunahrútur frá RÚV, stjórnaði samkomunni.
 
Norður-Þingeyjarsýsla er riðulaust svæði og hefur því sala á lífgimbrum og lambhrútum jafnan verið mikil af svæðinu. Hrútadagurinn er aðeins partur af allri sölunni sem fram fer en þar tefla bændur á svæðinu fram sínum bestu lambhrútum til sölu. Öllum er frjálst að bjóða í hrútana og ef fleiri en einn skrá sig sem kaupendur að sama hrútinum fer hann á uppboð. 
 
Sölumetið var ekki slegið á uppboðinu í ár en það mun vera hátt á annað hundrað þúsund. 
 
Félagar í Kótellettufélaginu létu sig ekki vanta og veittu verðulaun fyrir kótellettuhrút ársins, sem Eggert Stefánsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði átti. 
 
Þá var einnig hrútahlaup en það var hrútur frá Ágústi Marinó Ágústssyni bónda á Sauðanesi á Langanesi sem kom fyrstur í mark. 
 
Ein sú vitlausasta aðferð…
 
Það var ekki bara keppt um að eiga bestu hrútana heldur var keppt í stígvélakasti. Gísli Einarsson sagði að þetta væri nú ein sú vitlausasta aðferð sem hann hefði séð í stígvélakasti en keppandinn þarf að sveifla stígvélinu í gegnum klof sér, og ná sveiflu yfir bakið og fram. Það getur verið ansi snúið og æði mörg stígvél fóru beint aftur og máttu áhorfendur vara sig á fljúgandi stígvéli. Ragnar Skúlason bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði átti lengsta kastið, 12 metra, en óljóst er hvort hann hafi stundað æfingar heimafyrir þar sem þetta var hans eigið stígvél sem notað var til keppninnar.
 
Dagurinn endaði á skemmtikvöldi en þar voru afhent verðlaun fyrir afurðahæstu ána, sem er í eigu Einars Guðmundar Þorlákssonar og Aldísar Gunnarsdóttur á Svalbarði í Þistilfirði. 
 
Þá voru þar einnig hagyrðingar, misjafnlega siðprúðir að vanda og kvöldið endaði að sjálfsögðu með dunandi dansi fram á nótt. 

12 myndir:

Skylt efni: Hrútaþukl

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...