Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fólk 16. október 2015

Hrútaþukl á Raufarhöfn

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn með myndarbrag laugardaginn 3. október í Faxahöll við Raufarhöfn. 
 
Þar var margt um manninn, hrútar voru þuklaðir og seldir, auk þess sem ýmislegt var til gamans gert. Gísli Einarsson, verðlaunahrútur frá RÚV, stjórnaði samkomunni.
 
Norður-Þingeyjarsýsla er riðulaust svæði og hefur því sala á lífgimbrum og lambhrútum jafnan verið mikil af svæðinu. Hrútadagurinn er aðeins partur af allri sölunni sem fram fer en þar tefla bændur á svæðinu fram sínum bestu lambhrútum til sölu. Öllum er frjálst að bjóða í hrútana og ef fleiri en einn skrá sig sem kaupendur að sama hrútinum fer hann á uppboð. 
 
Sölumetið var ekki slegið á uppboðinu í ár en það mun vera hátt á annað hundrað þúsund. 
 
Félagar í Kótellettufélaginu létu sig ekki vanta og veittu verðulaun fyrir kótellettuhrút ársins, sem Eggert Stefánsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði átti. 
 
Þá var einnig hrútahlaup en það var hrútur frá Ágústi Marinó Ágústssyni bónda á Sauðanesi á Langanesi sem kom fyrstur í mark. 
 
Ein sú vitlausasta aðferð…
 
Það var ekki bara keppt um að eiga bestu hrútana heldur var keppt í stígvélakasti. Gísli Einarsson sagði að þetta væri nú ein sú vitlausasta aðferð sem hann hefði séð í stígvélakasti en keppandinn þarf að sveifla stígvélinu í gegnum klof sér, og ná sveiflu yfir bakið og fram. Það getur verið ansi snúið og æði mörg stígvél fóru beint aftur og máttu áhorfendur vara sig á fljúgandi stígvéli. Ragnar Skúlason bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði átti lengsta kastið, 12 metra, en óljóst er hvort hann hafi stundað æfingar heimafyrir þar sem þetta var hans eigið stígvél sem notað var til keppninnar.
 
Dagurinn endaði á skemmtikvöldi en þar voru afhent verðlaun fyrir afurðahæstu ána, sem er í eigu Einars Guðmundar Þorlákssonar og Aldísar Gunnarsdóttur á Svalbarði í Þistilfirði. 
 
Þá voru þar einnig hagyrðingar, misjafnlega siðprúðir að vanda og kvöldið endaði að sjálfsögðu með dunandi dansi fram á nótt. 

12 myndir:

Skylt efni: Hrútaþukl

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...