Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Fréttir 13. september 2016

Hrútadagurinn haldinn í 10. sinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 1. október næstkomandi á Raufar­höfn. Sérstök hrútadagsnefnd er þegar komin á fullt við undirbúning dagsins, en í henni eru Raufarhafnarbúar sem og ungir bændur úr nágrannasveitum þorpsins. 
 
Raufarhöfn er í Norður- Þingeyjarsýslu sem er hreint svæði og má því ekki flytja fé inn á svæðið. Hins vegar hefur sala lífgimbra og hrúta verið nokkuð sterk af svæðinu enda mikið kapp lagt á flotta hrúta. Hrútadagurinn er hugsaður sem eins konar uppskeruhátíð bænda, þeim og búaliði er hóað saman og verslað með hrúta. Í ár verður Logi Bergmann kynnir og skemmtanastjóri enda þaulvanur sveitinni. 
Á staðnum verða alls konar uppákomur og allar í sveitaþema. Ull metin og spunnin, þuklað á hrútunum og keppt í stígvélakasti en það ku aðeins vera fyrir þaulvana stígvélasérfræðinga. Þá verður einnig kvöldskemmtun með afar orðheppnum hagyrðingum og almennri gleði. 
 
Þeir sem vilja fylgjast með dagskránni er bent á facebook.com/hrutadagurinn eða raufarhofn.is, þá er einnig hægt að fá upplýsingar í netfanginu hrutadagurinn@gmail.com. Eins má hringja í einhvern af hinum hressu nefndarmeðlimum. 
 

Skylt efni: Hrútadagurinn

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...