Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Mynd / MHH
Fréttir 6. október 2023

Hrútadagurinn 7. október

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hinn árlegi Hrútadagur á Raufarhöfn verður haldinn laugardaginn 7. október.

Fyrir mörg hefur Hrútadagurinn á Raufarhöfn orðið ómissandi hluti af haustinu. Á það bæði við um íbúa svæðisins, en einnig eru dæmi um fólk, sem gerir sér gjarnan ferð landshorna á milli til að skoða hrútakostinn, sýna sig og sjá aðra.

Yfir daginn munu bændur í Norðausturhólfi bjóða lífhrúta til sölu í reiðhöllinni en þar geta góðir hrútar endað á uppboði í lok dags. Eftir að hrútasýningunni lýkur verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í reiðhöllinni.

Um kvöldið verða svo haldnir tónleikar með Einari Ágúst og Bergsveini Arilíussyni ásamt hljómsveit. 

„Þetta er í átjánda skiptið, sem við höldum Hrútadaginn en þá kemur fólk saman, bændur og aðrir, og fagna haustinu í góðri stemningu hér á Raufarhöfn. Árlegir hápunktar verða á sínum stað líkt og fegurðarsamkeppni gimbra, þar sem krakkar á svæðinu mæta með sína fulltrúa, og keppni um „Búvísbikarinn“, en hann hlýtur eigandi besta lambhrútsins eftir hrútauppröðun.

Hin listagóða kjötsúpa verður á sínum stað og fulltrúar stórra og smárra fyrirtækja af svæðinu mæta með vörur sínar til sölu og kynningar,“ segir Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir Hrútadaginn.

Skylt efni: Hrútadagurinn

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...