Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrossflesta sveitarfélagið á landinu er Skagafjörður
Fréttir 30. maí 2018

Hrossflesta sveitarfélagið á landinu er Skagafjörður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fjöldi hrossa á Íslandi hefur yfirleitt verið talinn vera nálægt 70 þúsund að teknu tilliti til skekkjumarka samkvæmt tölum Búnaðarstofu MAST. Flest voru þau 80.5782 árið 1996 en nú eru þau talin vera 64.792.

Verulega hefur verið bætt úr skýrsluhaldi og skráningu hrossa á landinu, en í nokkur ár gat þar að líta verulegt misræmi. Sem dæmi voru einungis 53.021 hross í landinu samkvæmt tölum MAST árið 2013 en voru árið 2012 talin vera 77.380. Tölurnar nú, eftir að Búnaðarstofa MAST kom til sögunnar, benda til að skráningin sé mun raunhæfari en áður þótt kunnugir telji að nokkuð vanti upp á að hrossaeigendur, einkum í þéttbýli, geri grein fyrir allri sinni hrossaeign. Því geti hugsanlega skeikað um nokkur þúsund hross. Hins vegar gefi tölur í fyrra og nú tilefni til að ætla að komið sé nokkuð gott samræmi í hlutina þannig að greina megi þróunina í greininni.  

Rétt skráning mikilvæg sem og skil á skýrslum

Líkt og með skráningu á hrossaeign landsmanna, þá skipta allar búfjártölur miklu máli í hagtölum landsins. Þá er það líka hreint og klárt fjárhagsspursmál fyrir bændur að þeir skili inn skýrslum um búfjáreign sína ella detta þeir út úr kerfinu og missa tilkall til stuðningsgreiðslna.

Flest hross sveitarfélaga eru í Skagafirði

Þegar skoðaður er fjöldi hrossa sem skráður er í einstökum sveitarfélögum, þá skera þrjú sveitarfélög sig algjörlega úr. Þar trónir Skagafjörður efst með 6.963 hross og hefur þar fjölgað um 127 hross frá birtingu talna í fyrravor. Næst kemur Rangárþing eystra með 6.000 hross en þar hefur fækkað um 251 hross.
Í þriðja sæti er Borgarbyggð með 5.106 hross en þar hefur fækkað um 143 hross.

Húnvetningar með mestu samanlagða hrossaeignina

Húnvetningar sem heild eiga þó sameiginlega landshlutametið með samtals 8.346 hross. Þar af eru 4.344 hross í Húnavatnshreppi og hafði fjölgað þar um 178 hross. Húnaþing vestra er svo með 4.002 hross, en þar hefur fækkað um 30 hross.

Á eftir Húnvetningum í sjötta sæti kemur Flóahreppur með 2.680 hross. Þar hefur fækkað um 182 hross á milli ára. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er eins og áður í sjöunda sæti með 1960 hross, en þar hefur fækkað um 51 hross.  Í áttunda sæti kemur Bláskógabyggð, eins og í fyrra, með 1.680 hross og hefur þar einnig fækkað, eða um 213 hross. Í níunda sæti kemur svo Ásahreppur með 1.370 hross. Þar hefur hrossum fjölgað um 50 og skýst Ásahreppur þar með upp fyrir Árborg þar sem töluverð fækkun hefur orðið í hrossastofninum. Þannig er Árborg nú í tíunda sæti með 1.332 hross eftir fækkun frá fyrra ári um 295 hross.

Akureyri með 1.083 og Reykjavík með 682 hross

Næst kemur svo Ölfus með 1.285 hross, Hrunamannahreppur með 1.236 (var með1.450), Dalabyggð með 1.198 (var með1.279), Akureyri með 1.083 (voru með 1.278), Fljótsdalshérað með 1.044 (var með 1.116), Hörgársveit með 1.037 (var með 1.033) og Akrahreppur með 1.007 (var með 984), en önnur sveitarfélög voru með færri hross. Í Reykjavík eru hross nú skráð 682 en voru 700 í fyrra.

Fæst hross á Suðurnesjum og á Vestfjörðum

Ef skoðuð eru sveitarfélög sem hafa fæst skráð hross þá eru einungis 9 hross skráð í Tálknafjarðarhreppi, 10 í Vesturbyggð og 21 í Kaldrananeshreppi. Á Vestfjörðum í heild eru einungis skráð 774 hross og hlutfallslega flest þeirra í Ísafjarðarbæ, eða 240. Á Suðurnesjum eru skráð 362 hross. Þar af flest í Reykjanesbæ, eða 221, en fæst í Sandgerði, eða 12 og 17 í Garði (sveitarfélög sem bráðum heita líklega eitthvað annað, Garðskagabær).
  

Skylt efni: hross | talning

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...