Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er.
Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er.
Mynd / www.ssne.is
Fréttir 19. ágúst 2022

Hringrásarhagkerfi Íslands styrkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytið úthlutaði fyrir skömmu 230 milljónum króna til 22 verkefna sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi. Hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna eru 20 milljónir króna.

Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Innan kerfisins er hönnun og framleiðslu vöru þannig háttað að hún endist lengi og auðvelt er að gera við hana og endurvinna og er deiliþjónusta nýtt og neytendur endurnota vörur. Verði vara að úrgangi innan kerfisins tekur við skilvirk flokkun, söfnun og endurvinnsla sem heldur hráefnum í hringrás. Markmið hringrásarkerfisins er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur.

Fjölbreytt verkefni

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru af margvíslegum toga og til marks um mikinn áhuga á hringrásarhagkerfinu um allt land. Heildarstyrkupphæðin var 230 milljónir króna, þar af er 141 milljón veitt vegna nýsköpunarverkefna og 89 milljónir vegna annarra verkefna.
Meðal verkefna sem ráðuneytið styrkir sem hluta af hringrásarhagkerfinu eru:

Græn efnavara úr úrgangi og útblæstri, Notkun plastúrgangs í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu, Endur-vinnsla á sláturúrgangi, Endurnýting byggingarefna á Íslandi og Blöndun kjötmjöls og mykju við áburðardreifingu.

Innleiðing hringrásarhagkerfis mikilvæg

Í tilkynningu vegna úthlutunar styrkjanna er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að innleiðing hringrásarhagkerfis sé mikilvægur liður í að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum.
„Það er því ánægjulegt og veitir tilefni til bjartsýni að skynja hversu mikill áhugi er á þessum málaflokki og verður áhugavert að fylgjast með framþróun þeirra verkefna sem hér hljóta styrk.“

Skylt efni: hringrásarhagkerfi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...