Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hreindýrakvóti aukinn frá fyrra ári
Fréttir 25. janúar 2018

Hreindýrakvóti aukinn frá fyrra ári

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2018 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1450 dýr á árinu, 1061 kú og 389 tarfa. Um er að ræða fjölgun um 135 dýr frá hreindýrakvóta fyrra árs.

Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Jafnframt er ráðuneytið með í skoðun hugsanleg áhrif kúaveiða á kálfa og álag og áhrif þeirra sem mögulega getur haft áhrif að ákvarðanatöku um veiðitíma til framtíðar.

Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa.

Skylt efni: hreindýr | veiðar

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f