Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hornsby Akroyd – með þjöppukveiki á vélinni
Á faglegum nótum 18. apríl 2017

Hornsby Akroyd – með þjöppukveiki á vélinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vélsmiðjan Richard Hornsby og synir í Lincoln-skíri á Englandi var starfandi frá 1828 til 1918. Á þeim níutíu árum framleiddi fyrirtækið meðal annars gufu- og olíuvélar. Árið 1896 setti fyrirtækið á markað sína fyrstu dráttarvél.

Hönnuður dráttarvélanna frá Hornby og sonum hét Herbert Akroyd Stuast og kölluðust dráttarvélarnar Horsby-Akryod. Þær voru eins strokka, 20 hestöfl, fyrsta faratækið í heiminum með þjöppukveiki á vélinni.

Járnsmiðja breytist í vélsmiðju

Stofnandi fyrirtækisins Richard Hornsby fæddist 1790 og lauk prófi sem landbúnaðarverkfræðingur. Að loknu námi árið 1815 setti hann á fót járnsmiðju í Lincoln-skíri ásamt tveimur öðrum.

Árið 1828 keypti Hornsby samstarfsmenn sína út úr rekstrinum og breytti járnsmiðjunni í vélsmiðju. Sama ár hóf fyrirtækið framleiðslu á landbúnaðartækjum og fljótlega flytjanlegum gufuvélum sem voru sérhannaðar fyrir þreskivélar. Gufuvélarnar frá Hornsby yrðu fljótlega mjög vinsælar og ráðandi á þeim markaði á Bretlandseyjum. Árið 1896 setti fyrirtækið á markað sína fyrstu dráttarvél.

Í kjölfar góðs árangurs keypti fyrirtækið talsvert land þar sem það stóð fyrir tilraunum með ný landbúnaðartæki sem það hafði í hyggju að framleiða.

Samningur við herinn

Árið 1903 efndi breski herinn til samkeppni um hönnun á traktor með öflugri vél sem ekki þurfti mikla kælingu. Dráttarvélin átti að geta dregið 25 tonn 65 kílómetra leið á hraða sem næmi fimm kílómetrum á klukkustund og vera undir 13 tonn að þyngd. Verðlaunaféð var eitt þúsund sterlingspund.

Einungis ein vél var send inn og var það ný týpa frá Hornsby með eins strokka olíuvél og kallaðist Hornsby Heavy Oil Tractor. Ekki var nóg með að nýja dráttarvélin uppfyllti allar kröfur hersins til að vinna verðlaunaféð hún vann einnig sérstakan bónus upp á 180 sterlingspund fyrir að draga 25 tonnin 93 kílómetra á þess að stoppa og fá olíu eða vatn.

Þrátt fyrir að einungis hafi verið framleidd fjögur eintök af vinningsvélinni hóf fyrirtækið framleiðslu á tveggja strokka olíuvélum fyrir breska herinn og vænkaðist hagur þess mikið.

Framleiðsla á stríðstólum

Í kjölfar samningsins við herinn hóf fyrirtækið, árið 1904, framleiðslu á beltadráttarvél sem gekk fyrir steinolíu. Tveimur árum síðar setti það svo á markað léttari týpu af beltadráttarvél sem þótti standa öllum hjólavélum framar á þeim tíma.

1908 var enn ein ný týpan af beltadráttarvél frumsýnd og í það sinn var Edward VII Bretakonungur viðstaddur. Nýja beltavélin var að öllu leyti líkari skriðdreka og stríðstóli en dráttarvél til matvælaframleiðslu.

Þrátt fyrir gott samstarf endurnýjaði breski herinn ekki samning sinn við Richard Hornsby og synir árið 1911. Í framhaldinu tók reksturinn dýfu og yfirtekið, árið 1918, af bandarísku fyrirtæki sem hét Holt Manufactoring Co og síðar sameinaðist C.L. Best og úr varð Caterpillar Tractor Company.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...