Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Perúskur kartöflubóndi.
Perúskur kartöflubóndi.
Mynd / Saúl M. Tito
Fréttir 19. febrúar 2018

Horfur á uppskerubresti hjá Quechua-­indíánum í Andesfjöllum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Áhrif hlýnunar loftslags verða stöðugt meira áberandi. Vísindamenn umhverfisstofnunar Miami-háskóla hafa komist að því að áhrifanna gætir m.a. í minni kartöflu- og maísuppskeru hjá Quechua-indíánum sem lifa hátt í Andesfjöllunum í Perú.
 
Ritað var um málið í vefútgáfu Science Daily nýverið. Þar kemur fram að Kenneth Feeley, sem er yfirmaður í trjálíffræði hjá Miami háskóla, hefur notið aðstoðar líffræðingsins Richard Tito sem er innfæddur Quechua-indíáni, en hann er einnig aðalhöfundur skýrslu um málið. Helsta niðurstaðan er að fram undan séu erfiðir tímar hjá fólki í dreifbýli Andesfjalla sem lifað hafi á ræktun ákveðinna afbrigða af kartöflum og korni mann fram af manni. 
 
Rækta afbrigði sem þrífast illa í auknum hita
 
Gerðu rannsakendur tilraunir með þau afbrigði sem indíánarnir hafa nýtt til ræktunar á korni og kartöflum hátt í Andesfjöllum. Við ræktun á þeim afbrigðum í hlýrra loftslagi neðar í fjöllunum, kom í ljós að þau þrifust illa. Þar var jarðvegurinn reyndar öðruvísi samsettur en hærra í fjöllunum. 
 
Kom í ljós að við það að lofthitinn hækkaði aðeins um 1,3 til 2,6 gráður á Celsíus drápust nær allar kornplönturnar sem prófaðar voru. Ástæðurnar voru margvíslegar. Þær þoldu m.a. ekki árásir frá skordýrum sem lifðu við þær aðstæður. Niðurstöðurnar varðandi kartöflurnar voru jafnvel enn verri. Flest kartöfluafbrigðin drápust og þau sem lifðu af voru svo ræfilsleg og skiluðu svo lélegum kartöflum að þær voru ekki hæfar til markaðssetningar. 
 
Vísindamennirnir skoðuðu líka hvort mögulegt væri að flytja þá ræktun sem indjánarnir stunda enn hærra í fjöllin samfara hlýnandi loftslagi. Niðurstaðan var að slíkt stæði yfirleitt ekki til boða, þar sem ræktun indíánanna fer víða fram nú þegar á fjallstoppum svo hærra verður ekki komist. Þá kom í ljós að korn sem ræktað er hærra uppi í fjöllunum í þynnra lofti skilar mun rýrari uppskeru. 
 
Treysta ekki erfðatækni, eitri né aukaefnum
 
Ræktunarsvæði Quechua-indíán­anna er í um 3.000 til 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Hafa innfæddir verið því mjög mótfallnir að nota erfðabreytt afbrigði, tilbúinn áburð og skordýraeitur til að reyna að auka uppskeruna. Þeir treysta einfaldlega á móður náttúru og gefa engan afslátt af því, enda hluti af þeirra menningu. 
 
Kenneth Feeley þykir þetta mjög miður. Segir hann að bændur á þessum svæðum skorti margvíslega tækni til að bregðast hratt við breyttum loftslagsaðstæðum. Því séu þessir bændur sjálfir í hættu sem og milljónir manna í Andeshéruðum Kólumbíu, Ekvador og í Bólivíu sem reiði sig á þeirra uppskeru.  
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...