Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Horfið frá ákvæðum um leyfilegan meiri þéttleika í alifuglaeldi
Mynd / smh
Fréttir 6. mars 2015

Horfið frá ákvæðum um leyfilegan meiri þéttleika í alifuglaeldi

Höfundur: smh
Hinn 11. febr­úar síðastliðinn var ný reglu­gerð um velferð alifugla birt. Þann 1. janúar 2014 tóku gildi ný lög um velferð dýra og ljóst var að uppfæra þurfti reglugerðir um aðbúnað og velferð dýra – til samræmis við hin nýju lög. 
 
Skipaðir voru sjö starfshópar til að vinna tillögur til ráðuneytisins fyrir allt búfé og gæludýr. Með útgáfu reglugerðar um velferð alifugla er einungis reglugerð um velferð gæludýra óbirt. 
 
Nokkur styr stóð um ýmis atriði sem komu fram í drögum að reglugerð um velferð alifugla og þótti ekki vera í samræmi við ný lög. Til að mynda átti að heimila í undanþáguákvæðum enn meiri þrengsli í alifuglaeldi eða allt að 42 kg á fermetra. Horfið hefur verið frá því undanþáguákvæði og er almennt miðað við 33 kg á fermetra og  í undanþágutilfellum 39 kg á fermetra. Þess skal getið að í gömlu reglugerðinni var kveðið á um 32 kg á fermetra eða 19 fugla.
 
Fögnum breytingum en erum ekki sátt
 
Hallgerður Hauksdóttir er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS), en DÍS átti einn af þremur fulltrúum í starfshópnum sem vann tillögurnar til ráðuneytisins. 
 
Hallgerður Hauksdóttir.
Hún segir til bóta að búið sé að taka út ákvæði um 19 fugla, sá tiltekni fjöldi hafi í raun í langan tíma gefið ræktendum færi á meiri þéttleika í sínum búum en 32 kg segja til um, enda séu fuglar þyngri í dag við sláturaldur en þeir voru þegar fyrri reglugerð var sett. Miðað við 33 kg í dag eru þetta 15–16 fuglar á fermetra.  
„Við fögnum því auðvitað líka að það sé búið að fjarlægja þetta undanþáguákvæði með heimild fyrir 42 kg á fermetra. Það er einnig til bóta, með nýjum lögum, að Matvælastofnun hefur fengið betri úrræði til að koma í veg fyrir að reglur um þéttleika séu brotnar – eins og brögð voru að áður.
 
Engu að síður erum við ekki sátt við þessa útkomu, því við gerðum kröfu um 25 kg á fermetra að hámarki sem í samræmi við niðurstöðu úr rannsókn vísindanefndar Evrópuráðsins um heilsu og velferð dýra frá árinu 2000. Núverandi fyrirkomulag er í raun þauleldi, þar sem verið er að hámarka afkomu ræktendanna á kostnað velferðar dýranna,“ segir Hallgerður. 
 
„Þá gagnrýni ég að ekki er minnst á þvingaða fiðurfellingu í hinni nýju reglugerð. Með því að hafa ekki skýrar starfsreglur um fiðurfellingu þá hangir það dálítið í lausu lofti. Betra hefði verið að það hefði einfaldlega verið bannað.
 
Þá gerði Dýraverndarsambandið kröfu um merkingu eggja eftir framleiðsluaðferð, svo neytendur gætu tekið upplýsta ákvörðun við sín kaup – og mun fylgja því eftir, enda tíðkast slík merking um alla Evrópu.“
 
Í nýju reglugerðinni er kveðið á um að notkun á hefðbundnum búrum varphæna skuli verða hætt eftir 31. desember 2021, sem er tveimur árum styttri aðlögunartími en tiltekið var í drögunum.  

2 myndir:

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...