Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Horfa til trjátrefja í stað plasts
Fréttir 2. janúar 2020

Horfa til trjátrefja í stað plasts

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Í byrjun desember var haldin áhugaverð ráðstefna í Noregi um notkun á trjátrefjum í stað plasts við framleiðslu á ýmsum vörum svo sem umbúðum fyrir matvælaiðnað. Norska rannsóknarstofnunin RISE PFI, sem er viðurkennd fyrir ferla og vörur sem byggja á sellulósatrefjum áttu fulltrúa á ráðstefnunni.

Þetta fjallar um trefjar frá trjám, það sem við búum til pappír og umbúðir af í dag. Ekki er hægt að skipta út öllu plasti með trefjum unnum úr timbri í dag en nú er þróunarvinna í gangi með nýjar vörur sem byggja á þessari tegund af trefjum sem er hundrað prósent niðurbrjótanlegt í náttúrunni,“ segir Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI, og bætir við:

„Í Noregi eru framleiddar trefjar úr trjám en það eru mismunandi ferlar sem gefa okkur trefjar með mismunandi eiginleikum. Þetta eru efna- og eða vélrænir ferlar eða blanda af hvoru tveggja. Við framleiðsluna eru bæði notuð barr- og lauftré en í Noregi er mest af því fyrrnefnda. Enn sem komið er verður ekki auðvelt að fara úr plasti yfir í vörur sem framleiddar eru úr trjátrefjum. Það er mikill áhugi á því að finna eitthvað sem hægt er að nota í stað plasts og til að mynda mörg fyrirtæki sem í dag nota plastumbúðir sem horfa í möguleikana á því að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni lausnum.“   

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.