Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Horfa til trjátrefja í stað plasts
Fréttir 2. janúar 2020

Horfa til trjátrefja í stað plasts

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Í byrjun desember var haldin áhugaverð ráðstefna í Noregi um notkun á trjátrefjum í stað plasts við framleiðslu á ýmsum vörum svo sem umbúðum fyrir matvælaiðnað. Norska rannsóknarstofnunin RISE PFI, sem er viðurkennd fyrir ferla og vörur sem byggja á sellulósatrefjum áttu fulltrúa á ráðstefnunni.

Þetta fjallar um trefjar frá trjám, það sem við búum til pappír og umbúðir af í dag. Ekki er hægt að skipta út öllu plasti með trefjum unnum úr timbri í dag en nú er þróunarvinna í gangi með nýjar vörur sem byggja á þessari tegund af trefjum sem er hundrað prósent niðurbrjótanlegt í náttúrunni,“ segir Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI, og bætir við:

„Í Noregi eru framleiddar trefjar úr trjám en það eru mismunandi ferlar sem gefa okkur trefjar með mismunandi eiginleikum. Þetta eru efna- og eða vélrænir ferlar eða blanda af hvoru tveggja. Við framleiðsluna eru bæði notuð barr- og lauftré en í Noregi er mest af því fyrrnefnda. Enn sem komið er verður ekki auðvelt að fara úr plasti yfir í vörur sem framleiddar eru úr trjátrefjum. Það er mikill áhugi á því að finna eitthvað sem hægt er að nota í stað plasts og til að mynda mörg fyrirtæki sem í dag nota plastumbúðir sem horfa í möguleikana á því að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni lausnum.“   

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...