Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Holur hljómur í ljósleiðaravæðingu ríkisstjórnarinnar
Lesendarýni 26. apríl 2016

Holur hljómur í ljósleiðaravæðingu ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Í áramótaávarpi sínu fyrir rúmu ári lofaði forsætisráðherra að hefja vinnu við að ljósleiðaravæða allt landið eða ; „… hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta“ eins og hann orðaði það þá. 
 
 Þrátt fyrir fögur fyrirheit og göfug markmið þá hefur forsætisráðherra ekki uppfyllt loforð sitt og það sem verra er, þá tel ég  að íbúar landsins, sem búa nú við litla eða lélega nettengingu, sitji ekki við sama borð ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga eftir.
 
Í  fjárlögum ársins í ár átti að ráðstafa 248 m.kr. til seinni hluta ljósleiðarahringtengingar Vestfjarða auk ljósleiðaratengingar byggðakjarnanna Rifs, Drangsness, Kópaskers og Raufarhafnar. Nú er ljóst að þessar áætlanir ganga ekki einu sinni allar eftir, enda verða fjármunir settir í þau verkefni sem „lengst voru komin“ í undirbúningi ljósleiðaravæðingu  sveitarfélaga. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar setur allar áætlanir og fyrirheit um ljósleiðaravæðingu um landið allt  í fullkomið  uppnám. 
 
Ljóst má vera á hörðum viðbrögðum sveitarstjórnarfólks víðs vegar um land að þessi staðreynd er langtum fjarri því sem þau gerðu ráð fyrir þegar loforð ríkisstjórnarinnar um eitt stærsta hagsmunamál  landsbyggðarinnar var kynnt. Sveitarfélögin eru afar misjafnlega stærð og hafa alls ekki öll getu til þess að standa í samkeppni um hvert þeirra verður fyrst og næst í uppboðs­keppninni um „ljósleiðarapottinn“, að við tölum nú ekki um sveitarfélög sem eru landfræðilega verr sett enn önnur. Og sveitarstjórnarfólk telur það heldur súrt í brotið að uppgötva að sveitarfélagið þeirra er búið að tapa í kapphlaupi sem það vissi ekki að það væri í. 
 
Í bókun sem sveitarfélög á Austurlandi sendu frá sér fyrir skömmu kemur fram að hluti ríkisins á þessu ári er í kringum 1/12 af áætluðum heildarkostnaði við að ljósleiðaravæða landsfjórðunginn.
Vopnafjarðarhreppur hefur látið gera kostnaðarúttekt vegna ljósleiðaravæðingar sem hljóðar upp á 2 milljónir króna á hvert lögbýli í sveitinni en samkvæmt upplýsingum er framlag  ríkisins að hámarki 250 þúsund kr. 
 
Ljósleiðaravæðing um allt land lendir því að langstærstum hluta á sveitarfélögunum, sem áttu alls ekki von á því miðað við loforð Framsóknarflokksins, eins og sveitarstjórnafólk  hefur bent á. 
 
Það er líka áhyggjuefni að ekki er búið að útfæra hvernig eða hvort koma á til móts við þau sveitarfélög sem treystu sér ekki til að bíða lengur eftir ríkisvaldinu og hafa lagt út í gríðarlega fjárfestingu til að gera samfélagið sitt samkeppnishæft til búsetu og til að viðhalda byggð með því að ráðast í að leggja ljósleiðara sjálf. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason, hefur skrifað: „Það er mikilvægt að allir sitji við sama borð þegar kemur að fjarskiptum og ljósleiðaravæðing gegnir þar lykilhlutverki.“ En er það svo?  Eða á bara að bjóða almenningi upp á enn ein feit og innihaldslaus kosningaloforð og kosningafjárlögin á næsta ári? 
 
Loforðasvik ríkisstjórnarinnar  í fjarskiptum bætast svo við verkleysið í að koma fram með alvöru heildarsýn í byggðamálum. Nú er runninn upp  miður mars, engin fjarskiptaáætlun hefur verið lögð fram og engin raunhæf framtíðarsýn um fjarskiptamál fyrir alla er fyrirliggjandi hjá ríkisstjórnarflokkunum.
 
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
varaformaður þingflokks VG
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...