Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Teikning af fyrirhugaðri mathöll á Hlemmi.
Teikning af fyrirhugaðri mathöll á Hlemmi.
Mynd / Hlemmur Mathöll
Fréttir 12. janúar 2017

Hlemmur Mathöll frestast til vors

Höfundur: smh
Verkefnið Hlemmur Mathöll, sem gengur út á að opnað verði markaðstorg með matvöru á Hlemmi, hefur nú dregist fram yfir áramót, en áætlað hafði verið að opna það í haust. Bjarki Vigfússon, annar af framkvæmdastjórum verkefnisins, telur nú að opnað verði með vorinu.
 
Bjarki segir að verkið hafi tafist vegna ýmissa mála hjá Reykjavíkurborg og enn ekki komin dagsetning á opnun, líklega einhvern tíma í vor. „Vegna þessa – og þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við alla leigutaka – höfum við ekki farið á fullt í að kynna hverjir verða með rekstur þarna.
 
Til að breyta Hlemmi í mathöll þarf að fá byggingaleyfi. Reykjavíkurborg er framkvæmdaaðilinn og sækir um leyfið til byggingafulltrúans í Reykjavík. Tafir urðu á að fá leyfið frá því sem stefnt var að, meðal annars vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og síðar skipulagsfulltrúi töldu teikningar ekki mæta kröfum sínum. Afgreiðslu málsins var því frestað á meðan unnið var að breytingum á teikningum. Lausn er fundin á málinu og leyfið verður væntanlega gefið út fljótlega,“ segir Bjarki. 
 
Fjölbreytt blanda veitingastaða og sælkeraverslana
 
Í mathöllinni á Hlemmi verður blandað saman litlum veitingastöðum og sælkeraverslunum úr ýmsum áttum – eins og margir þekkja til að mynda frá Torvehallerne í Kaupmannahöfn. 
 
Nú þegar hefur verið greint frá því að ísbúðin Ísleifur heppni verði með bás á Hlemmi, en þar er leitast við að kaupa mjólkina í ísinn beint frá býli. 
 
Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson, sem á og rekur Slippinn í Vestmannaeyjum, ætlar að reka smárétta-, kokteila- og bjórbarinn Skál! ásamt Birni Steinari Jónssyni, eiganda saltvinnslunnar Saltverks. 
 
Taco Santo býður upp á ósvikinn mexíkóskan „götumat“. Taco Santo er rekið af Juan Carlos Peregrina Guarneros og fjölskyldu hans, en hann kemur frá Mexíkóborg og gerir taco eins og mamma hans og amma kenndu honum. 
 
Þá verður Micro Roast Te & kaffi með kaffibás með áherslu á nýristað og árstíðabundið kaffi, tilraunastarfsemi, fræðslu og vandað handbragð.
 
Rekið af Íslenska sjávarklasanum
 
Það er Íslenski sjávarklasinn sem mun reka Hlemm Mathöll en gert er ráð fyrir að um tíu veitingaaðilar muni skipta með sér svæðinu, sem stendur til boða undir þaki hallarinnar, en umsóknir voru um 100 talsins. Stefnt er að því að hafa mathöllina opna alla daga vikunnar og er gert ráð fyrir sætisplássi fyrir um 100 gesti. 

Skylt efni: Hlemmur Mathöll

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...