Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Teikning af fyrirhugaðri mathöll á Hlemmi.
Teikning af fyrirhugaðri mathöll á Hlemmi.
Mynd / Hlemmur Mathöll
Fréttir 12. janúar 2017

Hlemmur Mathöll frestast til vors

Höfundur: smh
Verkefnið Hlemmur Mathöll, sem gengur út á að opnað verði markaðstorg með matvöru á Hlemmi, hefur nú dregist fram yfir áramót, en áætlað hafði verið að opna það í haust. Bjarki Vigfússon, annar af framkvæmdastjórum verkefnisins, telur nú að opnað verði með vorinu.
 
Bjarki segir að verkið hafi tafist vegna ýmissa mála hjá Reykjavíkurborg og enn ekki komin dagsetning á opnun, líklega einhvern tíma í vor. „Vegna þessa – og þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við alla leigutaka – höfum við ekki farið á fullt í að kynna hverjir verða með rekstur þarna.
 
Til að breyta Hlemmi í mathöll þarf að fá byggingaleyfi. Reykjavíkurborg er framkvæmdaaðilinn og sækir um leyfið til byggingafulltrúans í Reykjavík. Tafir urðu á að fá leyfið frá því sem stefnt var að, meðal annars vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og síðar skipulagsfulltrúi töldu teikningar ekki mæta kröfum sínum. Afgreiðslu málsins var því frestað á meðan unnið var að breytingum á teikningum. Lausn er fundin á málinu og leyfið verður væntanlega gefið út fljótlega,“ segir Bjarki. 
 
Fjölbreytt blanda veitingastaða og sælkeraverslana
 
Í mathöllinni á Hlemmi verður blandað saman litlum veitingastöðum og sælkeraverslunum úr ýmsum áttum – eins og margir þekkja til að mynda frá Torvehallerne í Kaupmannahöfn. 
 
Nú þegar hefur verið greint frá því að ísbúðin Ísleifur heppni verði með bás á Hlemmi, en þar er leitast við að kaupa mjólkina í ísinn beint frá býli. 
 
Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson, sem á og rekur Slippinn í Vestmannaeyjum, ætlar að reka smárétta-, kokteila- og bjórbarinn Skál! ásamt Birni Steinari Jónssyni, eiganda saltvinnslunnar Saltverks. 
 
Taco Santo býður upp á ósvikinn mexíkóskan „götumat“. Taco Santo er rekið af Juan Carlos Peregrina Guarneros og fjölskyldu hans, en hann kemur frá Mexíkóborg og gerir taco eins og mamma hans og amma kenndu honum. 
 
Þá verður Micro Roast Te & kaffi með kaffibás með áherslu á nýristað og árstíðabundið kaffi, tilraunastarfsemi, fræðslu og vandað handbragð.
 
Rekið af Íslenska sjávarklasanum
 
Það er Íslenski sjávarklasinn sem mun reka Hlemm Mathöll en gert er ráð fyrir að um tíu veitingaaðilar muni skipta með sér svæðinu, sem stendur til boða undir þaki hallarinnar, en umsóknir voru um 100 talsins. Stefnt er að því að hafa mathöllina opna alla daga vikunnar og er gert ráð fyrir sætisplássi fyrir um 100 gesti. 

Skylt efni: Hlemmur Mathöll

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...