Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gróðurhúsið hafði staðið nánast óbreytt í 150 ár þar til fyrir fimm árum þegar hafist var handa við endurgerð þess. Verkefnið var flókið og þurfti meðal annars að flytja um 10.000 plöntur í geymslu meðan á framkvæmdunum stóð.
Gróðurhúsið hafði staðið nánast óbreytt í 150 ár þar til fyrir fimm árum þegar hafist var handa við endurgerð þess. Verkefnið var flókið og þurfti meðal annars að flytja um 10.000 plöntur í geymslu meðan á framkvæmdunum stóð.
Fréttir 14. júní 2018

Hitabeltishúsið opnað eftir miklar endurbætur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hitabeltisgróðurhúsið í Kew-grasagarðinum í London er nú aftur opið eftir að hafa verið lokað í fimm ár vegna endurbóta. Hítabeltishúsið er stærsta gróðurhús í heimi frá Viktoríutímabilinu og endur­bæturnar á húsinu þær flóknustu sem gerðar hafa verið á gróðurhúsi til þessa.

Hitabeltishúsið í Kew var opnað almenningi árið 1863 og þótti gríðarlegt undur og hámusteri grasafræðinnar á þeim tíma þar sem almenningur gat gengið um og skoðað margs konar framandi gróður, pálma, bananaplöntur, vanillu og kakótré.

Húsið hafði staðið nánast óbreytt í 150 ár þar til fyrir fimm árum þegar hafist var handa við endurgerð þess. Verkefnið var flókið og þurfti meðal annars að flytja um 10.000 plöntur í geymslu, sinna þeim meðan á endurbótunum stóð og koma þeim aftur fyrir í húsinu að endurbótum þess loknum. Endurbyggja þurfti stóran hluta stálgrindar hússins og skipta um hátt í 15.000 gler.

Hitabeltisgróðurhúsið í Kew-grasagarðinum í London. 

Mest einmana tré í heimi

Í húsinu er að finna margar sjaldgæfar plöntur og plöntur sem hafa staðið í húsinu frá því að það var byggt. Þar er meðal annars að finna pálma af tegundinni Encephalartos woodii og kallaður er mest einmana tré í heiminum enda með þeim allra sjaldgæfustu. Tréð þekkist ekki lengur í náttúrunni og öll tré í ræktun eru karlkyns.

Önnur sjaldgæf planta í húsinu kallast Dombeya mauritiana. Tré sem talið var útdautt þar til það fannst í plöntuleitarleiðangri grasafræðinga frá Kew á eyjunni Máritíus út af Madagaskar fyrir fáeinum árum.
Rannsóknir sem tengjast plöntunum í hitabeltishúsinu eru margar hluti af alþjóðlegu samstarfi sem felst í endurheimt gróðurs á svæðum sem eru illa farin af mannavöldum.

Encephalartos woodii fluttur aftur í hitabeltishúsið. Pálminn er kallaður mest einmana tré í heiminum enda með þeim allra sjaldgæfustu. Tréð þekkist ekki  í náttúrunni og öll tré í ræktun eru karlkyns.

 

Endurreist til fyrri fegurðar

Sir David Attenborough sagði við opnun hússins að það hafi verið endurgert til fyrri fegurðar og að hann hlakkaði til að heimsækja það í framtíðinni. Auk þess sem Attenborough minnti á að Kew-garðurinn væri mikilvægasti rannsóknargrasagarður í heimi og starfið þar ómetanlegt.

Auk þess sem garðurinn er lifandi plöntusafn er þar að finna eitt stærsta safn í heimi af þurrkuðum plöntusýnum. Margar af þurrkuðu plöntunum eru svokölluð frumeintök sem notuð eru þegar kemur að greiningu plantna í tegundir. Þar er meðal annars að finna plöntusafn Darwins sem hann hafði með sér heim eftir að hafa siglt umhverfis jörðina á HMS Beagle.

Plöntur endurnýjaðar

Við endurgerð hússins voru margar af hæstu plöntunum klipptar niður eða ný og lágvaxnari eintök sett í staðinn fyrir þau gömlu. Með þessu fæst meiri birta inn í húsið og auðveldara er fyrir gesti að skoða plönturnar þar sem krónur margra þeirra eldri náðu orðið alveg upp í loft gróðurhússins.

Dýr viðgerð

Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að viðgerðin myndi kosta 34,3 milljónir sterlingspunda. Endanlegur kostnaður var nokkuð hærri, eða 41 milljón sterlingpund, sem jafngildir 5,7 milljörðum íslenskra króna. Viðgerðin var að stórum hluta fjármögnuð með ágóðanum af lottómiðasölu og opinberum fjárveitingum. 

Skylt efni: Kew | grasagarður

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...