Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi
Fréttir 24. febrúar 2016

Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á hársnyrtistofunni Österby við Austurveginn á Selfossi er stórt spjald á stofunni með vísum sem samsettar eru af hestanöfnum. 
 
„Nöfnin vekja alltaf mikla athygli á meðan viðskiptavinir sitja í stólnum og spinnast oft skemmtilegar umræður um nöfnin á hestunum, þetta gefur lífinu lit og er skemmtilegt á stofunni,“ segir eigandi stofunnar, Björgvin Ragnar Emilsson.
 
Guðni B. Guðnason, fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, tók nöfnin saman og setti þau upp á þennan skemmtilega hátt. 
 
Hestar
 
Glaumur, Ímir Gyllir, Hlýr
Gellir, Þrymur, Ljómi,
Hjörvi, Kjarri, Hrímnir, Ýr,
Hvati, Þjasi, Sómi.
 
Gauti Hringur, Glymur, Blær,
Gneisti, Dofri, Rökkvi,
Loki, Váli, Lotti, Snær,
Lokkur, Roði, Nökkvi.
 
Álmur, Mispill, Ölur, Reyr,
Elri, Burkni, Hlynur,
Heggur, Sópur, Hjálmur, Eir
Hnoðri, Drapi, Þinur.
Víðir, Smári, Vönndur, Gnýr,
Vingull, Toppur, Kvistur,
Askur, Laukur, Einir, Týr,
Yllir, Spori, Þristur.
 
Kain, Hebron, Kóri, Skjór,
Kenan, Jari, Sídon,
Enos, Leví, Abel, Þór,
Aron, Jafet, Gídon.
 
Nói, Babel, Falur, Frár,
Faró, Þytur, Starri,
Garpur, Máni, Grani, Skjár,
Gammur, Munninn, Harri.

Merar

Auðna, Telma, Íma, Gná,
Árna, Gnepja, Hála,
Hæra, Ólga, Bryðja, Brá,
Bára, Drífa, Fála.
 
Gnissa, Herkja, Gríma, Sjöfn,
Geitla, Ysja, Ekla,
Snotra, Ketla, Snekkja, Dröfn,
Sóta, Þrúður, Hekla.
 
Flétta, Selja, Fífa, Lind,
Fjóla, Glitbrá, Smæra,
Gljárós, Selja, Gullbrá, Rind,
Gullrós, Bjalla, Hæra.
Vordís, Sóley, Vínrós, Þöll,
Viðja, Bergnál, Mura,
Blæösp, Tinna, Bjalla, Mjöll,
Brana, Lilja, Fura.
 
Lena, Fluga, Lotta, Blíð,
Ljóska, Þruma, Gola,
Bela, Hugljúf, Þerna, Þýð,
Þota, Gjóska, Kola.
 
Lóa, Vepja, Rjúpa, Rönd,
Rita, Assa, Kría, 
Álka, Teista, Ugla, Önd,
Erla, Svala, Bría.
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...