Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvítserkur er brimsorfinn 15 metra hár klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stendur rétt í flæðarmálinu, austan við Vatnsnesið. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því.
Hvítserkur er brimsorfinn 15 metra hár klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stendur rétt í flæðarmálinu, austan við Vatnsnesið. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því.
Mynd / Aðsent
Fréttir 27. ágúst 2020

Heimsókn á friðlýst svæði

Höfundur: Vilmundur Hansen
Stefnumót við náttúruna er yfirskrift hvatningarátaks sem miðar að því að hvetja landsmenn til að heimsækja friðlýst svæði  á Íslandi í sumar. Að átakinu stendur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í sam­starfi við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum.
 
Friðlýst svæði á Íslandi eru tæplega 120 talsins og þar geta gestir upplifað ólíkar hliðar íslenskrar náttúru, allt frá viðkvæmum gróðri og skordýrum til stórbrotinna fjalla, landslags og útsýnis sem á engan sinn líkan. 
 
Aukin fræðsla um friðlýsingu
 
Á mörgum svæðanna er í boði fjölbreytt þjónusta þar sem landverðir veita fræðslu og upplýsingar og traustir innviðir á borð við göngustíga, útsýnispalla, tjaldstæði og nútímaleg salerni eru innan seilingar.
Verkefnið Stefnumót við náttúruna er hluti af yfirstandandi friðlýsingarátaki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem felur meðal annars í sér aukna fræðslu um friðlýsingar og friðlýst svæði.
 
Friðlýsingarflokkar
 
Íslenskir friðlýsingarflokkar eru níu talsins og taka mið af flokkunarkerfi Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) fyrir vernduð svæði. Þannig eru friðlýst svæði á Íslandi samanburðarhæf við verndarsvæði í öðrum löndum og auðvelt að leggja mat á árangur verndar. 
 
Flokkun IUCN grundvallast á því hver markmiðin eru með stjórn svæðanna en fleiri þættir skipta einnig máli, til dæmis einkenni svæðanna og sérstaða þeirra. Svæði geta raunar fallið undir fleiri en einn flokk. Þannig geta mismunandi svæði innan þjóðgarða verið skilgreind í ólíka verndarflokka. Flokkuninni er ætlað að hjálpa til við skipulagningu verndaðra svæða, stjórn framkvæmda og stuðla að bættum upplýsingum um svæðin.
 
Íslenskir friðlýsingarflokkar skiptast í náttúruvé, óbyggð víðerni, þjóðgarða, náttúruvætti, friðlönd, landslagsverndarsvæði, verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, fólkvanga, friðlýst svæði í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar og friðlýsing heilla vatnakerfa.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...