Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ingvi, Díana og Alexander með lax úr Langá á Mýrum.
Ingvi, Díana og Alexander með lax úr Langá á Mýrum.
Mynd / G.Bender
Í deiglunni 9. október 2017

Heimaáin Langá á Mýrum

Höfundur: Gunnar Bender
„Þótt maður hlakki aldrei til  þess að sumarið taki enda þá er alltaf tilhlökkun til haustveiðinnar í heimaánni, Langá á Mýrum,“ sagði Ingvi Örn Ingvason, en hann var í ánni fyrir skömmu, en þetta er veiðiá sem fjölskyldan þekkir vel.
 
„Ég er alinn upp á bökkum Langár og hef starfað sem leiðsögumaður með einhverju móti þar flest sumur síðan ég var sautján ára gamall. Það er orðin hefð að kaupa septemberdaga þegar búið er að loka veiðihúsinu og veitt er frá 8 að morgni til 20 um kvöldið, samfleytt. Þá útbýr maður gott nesti ásamt  heitu kaffi og kakó á brúsa. Kannski líka einn til tveir kaldir á klaka fyrir seinni vaktirnar. Þá er maður tilbúinn í daginn. 
 
Í ár vorum við öll fjölskyldan mætt í Borgarfjörðinn föstudaginn 22. september. Ég, Díana kærastan mín, Alexander, sjö ára frumburðurinn og upprennandi veiðimaður, og Gunnar Berg, 1 árs. Gunnar Berg þurfti þó að sætta sig við dekur hjá ömmu og afa á meðan við hin veiddum.
 
Við byrjuðum daginn á fjallinu og vorum því mætt á Gilsbreiðina og Campari rétt upp úr 8. Þetta byrjaði rólega hjá okkur og greinilega enginn lax kominn „á fætur“. 
 
Eftir smá nesti og heitt kakó var haldið í Hornhyl. Eftir létt rennsli með „micro hitch“ setti ég litla tvíkrækju nr. 14 undir sem ég held að heiti „purple overtaker“. Eftir nokkur köst kemur svo hörku taka. Var 60 sentímetra hæng landað og eftir myndatöku var honum svo sleppt.
 
Nú verður Alexander svakalega spenntur og vill ná í einn lax sjálfur, og pabbi má alls ekki hjálpa. Ég reyni að gefa honum góð ráð en þau fara misvel í drenginn sem er farinn á minna á mjög erfiðan viðskiptavin úr „gædamennskunni“, vill gera allt sjálfur og finnst að „gædinn“ viti ekkert í sinn haus. Ekki tókst okkur að ná öðrum í Hornhyl og höldum því næst í Hrafnseyri. 
 
Alexander fær að taka fyrsta rennslið og kemur flugunni merkilega vel út og veiðir hylinn vel en allt kemur fyrir ekki og hann tekur ekki í þetta sinn. Díana fer svo yfir með „Black´n teal micro hitch“ og þegar hún er að verða búin með rennslið sitt segir  hún óþreyjufull: 
„Mig langar bara að fá einn lax!“ 
Hún var varla búin að sleppa orðinu þegar lax birtist á yfirborðinu og tekur fluguna. Eftir góða baráttu landar hún honum eins og fagmaður. Eftir mælingar og myndatöku er honum svo sleppt aftur í ána. 
Á þessum tímapunkti var Alexander orðinn mjög óþreyjufullur og vildi sko fara að veiða lax. Hann vildi helst að enginn annar enn hann fengi að veiða það sem eftir lifði dags, enda við bæði búin að fá lax. Ég fékk samt að veiða einn hyl og náði að landa einum til viðbótar í Rennum á „night hawk einkrækju hitch“. Hafsteinn Orri, bróðir minn (aka Súpergæd), kom til okkar, rétti mér þessa flugu og sagði mér að setja „hitch“ á hana á þessum tiltekna veiðistað. Hann reyndist sannspár enda kom ekta „hitch“ taka sem fær hjartað til að taka kipp. 
 
Fleiri urðu laxarnir ekki þrátt fyrir mikinn dugnað og eljusemi hjá Alexander sem er heldur betur kominn með veiðibakteríuna. Það ætlaði samt allt um koll að keyra, aðallega þó hjá pabbanum, þegar drengnum tókst að reisa tvo laxa á „hitch“ á Kríubreiðinni rétt fyrir klukkan 20, en hann vildi ekki taka í þetta sinn. Við gengum samt sátt frá hylnum og erum strax byrjuð að telja dagana niður í næstu veiðiferð,“ segir Ingvi Örn enn fremur.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...