Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hefur sett í uppnám stórfelld áform Rússa í svínarækt
Fréttir 1. október 2015

Hefur sett í uppnám stórfelld áform Rússa í svínarækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ekkert lát virðist ætla að verða á útbreiðslu afrísku svínapestarinnar African Swine Fever í Rússlandi. Pestin hefur verið þekkt þar í landi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.

Þá hefur hennar einnig orðið vart í fjórum Evrópusambandsríkjum, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland, auk ítölsku eyjarinnar Sardiníu þar sem veikinnar varð fyrst vart í Evrópu árið 2007.

Svínapestin í Rússlandi veldur mönnum þar í landi áhyggjum, ekki síst vegna viðskiptabannsins sem í gildi er gagnvart Evrópusambandinu. Eftir að viðskiptabannið var að fullu sett í gang í fyrra kynntu Rússar stórfelldar áætlanir til að verða sjálfum sér nægir í framleiðslu á svínakjöti, alifuglakjöti, sauðfjárkjöti og öðrum matvælum. Hefur viðskiptabann ESB gagnvart Rússum í kjölfarið snúist upp í andhverfu sína þar sem það hefur m.a. haft mjög alvarleg áhrif á danska, pólska og finnska svínabændur sem misst hafa af afar mikilvægum viðskiptum við Rússa.

Tveggja milljarða dollara uppbyggingaráform í uppnámi

Miratorg, stærsti svínakjötsframleiðandi í Rússlandi, setti í kjölfar viðskiptabannsins af stað metnaðarfulla áætlun um gríðarmikla uppbyggingu í svínarækt. Samkvæmt henni átti að byggja upp og stækka svínabú í Rússlandi fyrir sem nemur um 2 milljörðum dollara. Svínapestin hefur þó sett þessi áform Miratorg í uppnám og samkvæmt fréttum á vefsíðunni The Pig Side hafa þau nú verið sett í biðstöðu. Eigi að síður er framtíðin í svínarækt talin mjög björt innan Rússlands í kjölfar viðskiptabannsins vegna aukinnar eftirspurnar innanlands. Það er að segja ef hægt verður að koma í veg fyrir smita á svínabúunum.

Vandinn sem við er að glíma í Rússlandi er ekki eingöngu smit á búgörðum, heldur er einnig um smituð villisvín að ræða í skógunum sem halda áfram að breiða ASV-vírusinn út. Þá var einnig greint frá því að þrátt fyrir mjög hertar reglugerðir við svínarækt í Rússlandi, þá fari um 30% svínaframleiðslunnar fram á smábýlum eða í „bakgörðum“ eins og það er orðað víða um land. Sú framleiðsla fer að stórum hluta fram utan seilingar reglueftirlitsmanna. Þá er sagt að nokkuð sé um að fátækt fólk sem vinni á stóru búgörðunum steli hreinlega grísum til að ala heima við vafasamar aðstæður.  

Þann 14. september var enn eina ferðina greint frá svínadauða af völdum ASV í Rússlandi og var 25 dýrum slátrað í kjölfarið. Komu þau frá Podrovskoe-þorpi á Orlovskaya-svæðinu.

Í ágúst var einnig greint frá því er 20 svín drápust svo staðfest var af þessum vírus á Bryanskaya-, Ryazanskaya- og Orlovskaya-svæðunum. Voru 26 svín til viðbótar drepin til að hindra frekari útbreiðslu. Þannig má lengi áfram telja.

Mjög smitandi

Afríska svínapestin er mjög smitandi sjúkdómur í bæði villtum svínum og í eldissvínum í Afríku, Evrópu og í Ameríku.

Sýnileg áhrif hjá smituðum dýrum er hár hiti, lystarleysi, útbrot á húð og innri líffærum. Dýr sem smitast drepast yfirleitt á tveim til tíu dögum. Dauðatíðni smitaðra svína og grísa er sögð 100%. Um er að ræða DNA-vírus af  Asfarviridae-ætt. Skylt er að tilkynna um smit til World Organisation for Animal Health (OIE). Vírusinn berst milli svæða m.a. með hráu kjöti, fatnaði og farartækjum. Þannig gæti vírusinn hæglega borist til Íslands ef ekki er varlega farið.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...