Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra þegar hann kynnti árangurinn af landsátakinu „Ísland ljóstengt“ á kynningarfundi í ráðuneytinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra þegar hann kynnti árangurinn af landsátakinu „Ísland ljóstengt“ á kynningarfundi í ráðuneytinu.
Fréttir 1. júní 2021

Hefur bylt forsendum búsetu og atvinnu í sveitum landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, kynnti á dögunum árang­ur og samfélagslegan ávinn­ing af landsátakinu „Ísland ljós­tengt“ á kynningarfundi í ráðu­neytinu.

Þar var einnig kynnt ný skýrsla um verkefnið, sem leiðir í ljós að betri fjarskiptatengingar hafa bætt lífsgæði íbúa á landsbyggðinni og aukið byggðafestu og atvinnuöryggi. Landsátakinu „Ísland ljóstengt“ lýkur á þessu ári, en síðustu styrktarsamningar Fjarskiptasjóðs við sveitarfélög um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða voru undirritaðir í lok síðasta mánaðar.

Alls hafa 57 sveitarfélög hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara frá því að verkefnið hófst árið 2016 en á þeim tíma hefur ríkið lagt 3.350 milljónir króna til verkefnisins. Í fréttatilkynningu um verkefnið kemur fram að verkefnið hefur staðist áætlanir um kostnað og tíma þrátt fyrir um 60% aukningu á umfangi.

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...