Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hatz – framleiddur í rúman áratug
Á faglegum nótum 22. febrúar 2016

Hatz – framleiddur í rúman áratug

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1880 settu tveir bræður í Þýskalandi á stofn vélsmiðju undir fjölskylduheitinu Hatz. Fyrirtækið hóf framleiðslu á dráttarvélum um miðja síðustu öld en hætti því rúmum áratug síðar. Í dag sérhæfir Hatz sig í framleiðslu á dísilmótorum og varahlutum í landbúnaðartæki og mótorhjól.

Skömmu eftir aldamótin 1900 hóf Motorenfabrik Hatz  framleiðslu á bensín- eð aðallega dísilvélum af ýmsum stærðum fyrir iðnfyrirtæki. Framleiðslan gekk vel og fyrirtækið seldi talsvert af dísilmótorum til Suður-Ameríku.

Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar framleiddi fyrirtækið meðal annars skipavélar.
Eins, tveggja og þriggja strokka

Árið 1950 setti Hatz á markað fyrstu dráttarvélarnar með eins, tveggja og þriggja strokka loftkældum dísilvélum. Traktorarnir nutu talsverðra vinsælda í Þýskalandi og Mið-Evrópu. Fjórum árum seinna bættist fjögurra strokka vél við í framleiðslu og var hún sett á sölu á alþjóðlegum markaði.

Þrátt fyrir stuttan framleiðslutíma setti fyrirtækið á markað að minnsta kosti níu týpur af dráttarvélum á markað sem voru allir þægilega grænir að lit þegar þeir komu frá verksmiðjunni. Meðal nafna á týpum voru H113, H220, TL10, TL17 og TL38. Hatz-traktorar eru söfnunargripir í dag.

Stærsti traktorinn sem Hatz setti á markað var 40 hestöfl. Vélarnar í Hatz-traktorum þóttu einstaklega léttar á sínum tíma og vógu einungis 50 til 140 kíló.

Erfið samkeppni

Fyrirtækið hætti framleiðslu á dráttarvélum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir að traktorarnir hafi þótt gæðagripir með lága bilunartíðni stóð framleiðslan ekki undir sér á síharðandi dráttarvélamarkaði. Stjórnendur fyrirtækisins tóku því ákvörðun um að hætta framleiðslunni og einbeita sér að framleiðslu dísilmótora. Ákvörðunin var fyrirtækinu til framdráttar og undir lok síðustu aldar hafði það skapað sér gott orð fyrir framleiðslu á litlum mótorum meðal annars fyrir rafala, þjöppur, pumpur og garðverkfærum.

Árið 1966 hóf Hatz framleiðslu á minnsta dísilmótor þess tíma. Mótorinn vó 36 kíló og snérist 3600 snúninga á mínútu og þótti hönnun hans byltingarkennd. Tólf árum síðar kom á markað frá Matz mótor sem var 90% hljóðlátari en mótorar samkeppnisaðilanna. Starfsmenn Matz á hundrað ára afmæli fyrirtækisins 1980 voru tæplega eitt þúsund í yfir hundrað löndum.

Enn í eigu Hatz-fjölskyldunnar

Í dag framleiðir fyrirtækið um 600 þúsund dísilmótora á ári sem eru á bilinu 1,5 til 80 hestöfl. Auk þess sem framleiðsla á varahlutum í landbúnaðartæki og mótorhjól er viðamikill hluti af starfseminni.

Hatz-verksmiðjurnar eru enn í eigu afkomenda Hatz-bræðra og framleiða meðal annars dísilvélar fyrir þýska dráttarvélaframleiðandann Eicher.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Hatz

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...