Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hattat – tyrkneskir traktorar
Á faglegum nótum 11. desember 2017

Hattat – tyrkneskir traktorar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var hafinn innflutningur á Hattat dráttarvélum frá Tyrklandi. Fyrirtækið framleiðir meðal annars dráttarvélar fyrir Valtra sem seldar eru á alþjóðamarkaði og Massey Ferguson fyrir Tyrklandsmarkað.

Fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1971 var sett á stofn fyrirtæki í Istanbul í Tyrklandi sem ætlaði að framleiða landbúnaðartæki. Fyrirtækið fékk heitið Hema Endustry A.S. og framleiddi í fyrstu, auk landbúnaðartækja, herflutningabíla.

Sama ár var stofnað annað fyrirtæki í Tyrklandi sem fékk nafnið Ve Ticaret og framleiddi dráttarvélar með sérleyfi frá Ford. Árið 1990 rann leyfið út og hóf fyrirtækið þá framleiðslu á dráttarvélum fyrir Hema.

Árið 2001 hóf Hema eigin framleiðslu á dráttarvélum með leyfi frá Universal (UTH) í Rúmeníu.

Skömmu síðar breytti Hema nafninu í Hattat Traktör, en Hattart mun vera tyrkneskt ættarnafn fjölskyldunnar sem á fyrirtækið. Dráttarvélarnar sem fyrirtækið framleiddi voru annaðhvort kallaðar Hattat Universal eða Universal með Hattat nafninu undir, allt eftir því á hvaða markaði traktorarnir áttu að seljast.

Framleiða með leyfi frá MF og Valtra

Hattat framleiðir dráttarvélar með leyfi frá og fyrir Valtra og Massey Feguson en bæði fyrirtækin eru hluti af AGCO. Hattat er einnig umboðsaðili Ferarri í Tyrklandi.

Árið 2003 tryggði Hattat sér samning við AGCO um framleiðslu á Valtra A-týpunum og í dag eru Valtra dráttarvélar framleiddar af Hattat í Tyrklandi seldir út um allan heim. Auk þess sem frá 2008 hafa dráttarvélar í Valtra A seríunni, 50 til 100 hestöfl, líka verið framleiddar og markaðssettar undir heiti Hattat. 

Árið 2009 veitti AGCO Hattat leyfi til að framleiða Massey Ferguson í Tyrklandi.

Hattat framleiðir einnig dráttarvélar sem byggðir eru á hönnun Ford sem kallast Euro-F, eða Chaman Ford og eru seldir á markaði í Mið-Austurlöndum. Auk þess sem fyrirtækið selur dráttarvélar undir heitinu Tractores BM eða BM til Úrúgvæ í Suður-Ameríku.

Perkins mótor

Hattat framleiðir mótor fyrir Perkins og í sumum tilfellum bera þeir Hattat nafnið og það eru Perkins mótorar í dráttarvélunum frá Hattat.

Fyrirtækið framleiðir einnig íhluti fyrir bíla og flugvélar um allan heim

Hattat á Íslandi

Vallarbraut í Reykjavík, sem flytur inn Solis dráttarvélar frá Indlandi, hóf nýlega innflutning á Hattat traktorum frá Tyrklandi sem eru 50 til 102 hestöfl. Hattat traktorarnir sem fluttir eru inn til Íslands eru ekki með Commonrail olíukerfi og því engar tölvustýringar sem geta truflað það. Fyrir vikið eru vélarnar ekki eins sparneytnar og margar aðrar dráttarvélar en þeim mun auðveldara er að gera við þær.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...