Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu
Fréttir 28. nóvember 2016

Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ástandið er alls ekki gott, vegirnir eru víða mjög slæmir og þarfnast mikils viðhalds. Það vantar miklu, miklu meira fjármagn til Vegagerðarinnar svo hún geti sinnt sínum störfum og haldið vegunum við. 
 
Ég veit að þeir eru allir af vilja gerðir en það stendur á peningum frá ríkisvaldinu,“ segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti vega­sérfræð­ingur landsins. 
 
Ólafur Guðmunds
son.
Hann hefur nýlega skilað af sér skýrslu til sveitar­félaganna í upp­sveitum Árnes­sýslu, Flóa­hrepps og Ásahrepps um ástand veganna á þessum svæðum. Skýrslan er vægast sagt svört því vegirnir eru meira og minna handónýtir. Í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar segir m.a.: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ríkisvaldið til að leggja meira fjármagn til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu enda löngu orðið tímabært. Með áframhaldandi fjölgun ferðamanna mun vegakerfið gefa sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íbúa, fyrirtæki svæðisins og ferðamenn. Ekki er lengur við þetta ástand unað þar sem öryggismálum almennings er ekki sinnt.“ 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál | Árnessýsla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...