Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu
Fréttir 28. nóvember 2016

Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ástandið er alls ekki gott, vegirnir eru víða mjög slæmir og þarfnast mikils viðhalds. Það vantar miklu, miklu meira fjármagn til Vegagerðarinnar svo hún geti sinnt sínum störfum og haldið vegunum við. 
 
Ég veit að þeir eru allir af vilja gerðir en það stendur á peningum frá ríkisvaldinu,“ segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti vega­sérfræð­ingur landsins. 
 
Ólafur Guðmunds
son.
Hann hefur nýlega skilað af sér skýrslu til sveitar­félaganna í upp­sveitum Árnes­sýslu, Flóa­hrepps og Ásahrepps um ástand veganna á þessum svæðum. Skýrslan er vægast sagt svört því vegirnir eru meira og minna handónýtir. Í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar segir m.a.: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ríkisvaldið til að leggja meira fjármagn til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu enda löngu orðið tímabært. Með áframhaldandi fjölgun ferðamanna mun vegakerfið gefa sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íbúa, fyrirtæki svæðisins og ferðamenn. Ekki er lengur við þetta ástand unað þar sem öryggismálum almennings er ekki sinnt.“ 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál | Árnessýsla

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...