Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu
Fréttir 28. nóvember 2016

Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ástandið er alls ekki gott, vegirnir eru víða mjög slæmir og þarfnast mikils viðhalds. Það vantar miklu, miklu meira fjármagn til Vegagerðarinnar svo hún geti sinnt sínum störfum og haldið vegunum við. 
 
Ég veit að þeir eru allir af vilja gerðir en það stendur á peningum frá ríkisvaldinu,“ segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti vega­sérfræð­ingur landsins. 
 
Ólafur Guðmunds
son.
Hann hefur nýlega skilað af sér skýrslu til sveitar­félaganna í upp­sveitum Árnes­sýslu, Flóa­hrepps og Ásahrepps um ástand veganna á þessum svæðum. Skýrslan er vægast sagt svört því vegirnir eru meira og minna handónýtir. Í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar segir m.a.: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ríkisvaldið til að leggja meira fjármagn til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu enda löngu orðið tímabært. Með áframhaldandi fjölgun ferðamanna mun vegakerfið gefa sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íbúa, fyrirtæki svæðisins og ferðamenn. Ekki er lengur við þetta ástand unað þar sem öryggismálum almennings er ekki sinnt.“ 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál | Árnessýsla

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...