Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Mynd / ál
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ehf., hefur skrifað undir samning við Íslenskt staðfest. Það er eina íslenska upprunamerkingin á matvælum sem krefst vottunar óháðs aðila.

Halla segir merki eins og Íslenskt staðfest gefa neytendum færi á að sjá hvort vörurnar séu íslenskar eða ekki á skjótan og auðveldan hátt. Ferskt grænmeti ræktað hér á landi sé nær alltaf merkt framleiðanda og er því auðvelt fyrir neytendur að átta sig á uppruna þess. Íslenskt staðfest- merkið muni hins vegar skipta meira máli ákveði hún að vinna afurðirnar sínar frekar.

Mikilvægi samræmdrar upprunamerkingar

Samband garðyrkjubænda eigi fánaröndina sem prýði stóran hluta íslensks grænmetis. „Íslenskt staðfest er sérstakt merki að því leyti að það á að ná til allra búgreina og afurða,“ segir Halla. Henni finnist brýnt að styðja við uppgang þess.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll sem heild að vera með samræmda upprunamerkingu á íslenskum landbúnaðarvörum,“ bætir hún við. Það myndi styrkja vörumerki frá öðrum búgreinum, sérstaklega þegar matvælin eru unnin.

Í vor hefst sala og dreifing á grænmeti frá garðyrkjustöðvunum á Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi undir merkjum Sólskins grænmetis ehf. Íslenskt staðfest mun í fyrstu prýða tómata, gúrkur og útiræktað grænmeti.

Búnaðarþing einróma um upptöku merkisins

Til að mega bera Íslenskt staðfest- merkið þurfa matvörur að vera unnar og pakkaðar á Íslandi. Minnst 75 prósent innihaldsins þarf að vera íslenskt, en kjöt, mjólk, egg og fiskur þarf að vera 100 prósent íslenskt. Plöntur, blóm og matjurtir þurfa að vera ræktaðar á Íslandi og má grænmeti sem hráefni ekki vera unnið eða blandað annarri vöru. Vörur sem innihalda skorið grænmeti þurfa að innihalda minnst 75 prósent íslenska afurð.

Á Búnaðarþingi samþykktu bændur einróma tillögu um að innlendir matvælaframleiðendur í eigu bænda ættu að taka upp Íslenskt staðfest.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...