Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Mynd / ál
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ehf., hefur skrifað undir samning við Íslenskt staðfest. Það er eina íslenska upprunamerkingin á matvælum sem krefst vottunar óháðs aðila.

Halla segir merki eins og Íslenskt staðfest gefa neytendum færi á að sjá hvort vörurnar séu íslenskar eða ekki á skjótan og auðveldan hátt. Ferskt grænmeti ræktað hér á landi sé nær alltaf merkt framleiðanda og er því auðvelt fyrir neytendur að átta sig á uppruna þess. Íslenskt staðfest- merkið muni hins vegar skipta meira máli ákveði hún að vinna afurðirnar sínar frekar.

Mikilvægi samræmdrar upprunamerkingar

Samband garðyrkjubænda eigi fánaröndina sem prýði stóran hluta íslensks grænmetis. „Íslenskt staðfest er sérstakt merki að því leyti að það á að ná til allra búgreina og afurða,“ segir Halla. Henni finnist brýnt að styðja við uppgang þess.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll sem heild að vera með samræmda upprunamerkingu á íslenskum landbúnaðarvörum,“ bætir hún við. Það myndi styrkja vörumerki frá öðrum búgreinum, sérstaklega þegar matvælin eru unnin.

Í vor hefst sala og dreifing á grænmeti frá garðyrkjustöðvunum á Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi undir merkjum Sólskins grænmetis ehf. Íslenskt staðfest mun í fyrstu prýða tómata, gúrkur og útiræktað grænmeti.

Búnaðarþing einróma um upptöku merkisins

Til að mega bera Íslenskt staðfest- merkið þurfa matvörur að vera unnar og pakkaðar á Íslandi. Minnst 75 prósent innihaldsins þarf að vera íslenskt, en kjöt, mjólk, egg og fiskur þarf að vera 100 prósent íslenskt. Plöntur, blóm og matjurtir þurfa að vera ræktaðar á Íslandi og má grænmeti sem hráefni ekki vera unnið eða blandað annarri vöru. Vörur sem innihalda skorið grænmeti þurfa að innihalda minnst 75 prósent íslenska afurð.

Á Búnaðarþingi samþykktu bændur einróma tillögu um að innlendir matvælaframleiðendur í eigu bænda ættu að taka upp Íslenskt staðfest.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...