Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Mynd / smh
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnings í nautgripa- og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á þessu ári.

Í nautgriparækt bárust 138 umsóknir, en til úthlutunar voru 268 milljónir króna sem skiptast á milli nautgripabænda. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40 prósentum af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en tíu prósent af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins samkvæmt fjárlögum.

Samkvæmt umsóknum nautgripabænda nemur heildarkostnaður við fjárfestingar þeirra á þessu ári alls tæpum fimm milljörðum króna.

Í sauðfjárrækt bárust 135 umsóknir, en heildarupphæðin sem nú var til úthlutunar nam 238 milljónum króna en þar voru auknir fjármunir til ráðstöfunar samkvæmt endurskoðuðum sauðfjársamningi búvörusamninganna. Ónýttar beingreiðslur í sauðfjárrækt eru nú nýttar í fjárfestingastuðning.

Stuðningurinn getur nú numið allt að 40 prósentum af stofnkostnaði fyrir hvern framleiðanda í stað 20 prósenta áður, ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Sömu skilyrði gilda fyrir sauðfjárbændur hvað það varðar að enginn þeirra getur fengið hærra framlag ár hvert en sem nemur tíu prósentum af árlegri heildarupphæð stuðningsins.

Samkvæmt umsóknum sauðfjárbænda nemur heildarkostnaður þeirra vegna fjárfestinga á árinu 2,2 milljörðum króna.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara