Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Mynd / smh
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnings í nautgripa- og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á þessu ári.

Í nautgriparækt bárust 138 umsóknir, en til úthlutunar voru 268 milljónir króna sem skiptast á milli nautgripabænda. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40 prósentum af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en tíu prósent af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins samkvæmt fjárlögum.

Samkvæmt umsóknum nautgripabænda nemur heildarkostnaður við fjárfestingar þeirra á þessu ári alls tæpum fimm milljörðum króna.

Í sauðfjárrækt bárust 135 umsóknir, en heildarupphæðin sem nú var til úthlutunar nam 238 milljónum króna en þar voru auknir fjármunir til ráðstöfunar samkvæmt endurskoðuðum sauðfjársamningi búvörusamninganna. Ónýttar beingreiðslur í sauðfjárrækt eru nú nýttar í fjárfestingastuðning.

Stuðningurinn getur nú numið allt að 40 prósentum af stofnkostnaði fyrir hvern framleiðanda í stað 20 prósenta áður, ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Sömu skilyrði gilda fyrir sauðfjárbændur hvað það varðar að enginn þeirra getur fengið hærra framlag ár hvert en sem nemur tíu prósentum af árlegri heildarupphæð stuðningsins.

Samkvæmt umsóknum sauðfjárbænda nemur heildarkostnaður þeirra vegna fjárfestinga á árinu 2,2 milljörðum króna.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...