Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Mynd / smh
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnings í nautgripa- og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á þessu ári.

Í nautgriparækt bárust 138 umsóknir, en til úthlutunar voru 268 milljónir króna sem skiptast á milli nautgripabænda. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40 prósentum af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en tíu prósent af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins samkvæmt fjárlögum.

Samkvæmt umsóknum nautgripabænda nemur heildarkostnaður við fjárfestingar þeirra á þessu ári alls tæpum fimm milljörðum króna.

Í sauðfjárrækt bárust 135 umsóknir, en heildarupphæðin sem nú var til úthlutunar nam 238 milljónum króna en þar voru auknir fjármunir til ráðstöfunar samkvæmt endurskoðuðum sauðfjársamningi búvörusamninganna. Ónýttar beingreiðslur í sauðfjárrækt eru nú nýttar í fjárfestingastuðning.

Stuðningurinn getur nú numið allt að 40 prósentum af stofnkostnaði fyrir hvern framleiðanda í stað 20 prósenta áður, ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Sömu skilyrði gilda fyrir sauðfjárbændur hvað það varðar að enginn þeirra getur fengið hærra framlag ár hvert en sem nemur tíu prósentum af árlegri heildarupphæð stuðningsins.

Samkvæmt umsóknum sauðfjárbænda nemur heildarkostnaður þeirra vegna fjárfestinga á árinu 2,2 milljörðum króna.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...