Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hættir að úða kókaakra
Fréttir 27. maí 2015

Hættir að úða kókaakra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Kólumbíu eru hætt að úða kókaakra úr lofti eða á jörðu með illgresiseitrinu Round up. Ástæðan er aukin tíðni veikinda hjá smábændun sem eru sögð tengjast efninu glífósat.

Samkvæmt nýrri skýrslu um kókaínframleiðslu í Kólumbíu hefur ræktun á kókarunnum aukist um 39% frá síðasta ári þar í landi. Á síðasta ári er áætlað að framleiðslan hafi verið 185 tonn en að hún verði 245 tonn á þessu.

Ein af þeim aðferðum sem stjórnvöld í Kólumbíu hafa beitt í baráttunni við kókaínframleiðslu í landinu er að úða kókaakra bænda með illgresiseitrinu Round up og hafa bandarísk stjórnvöld stutt þá aðgerð frá árinu 1994 með hátt í tveggja milljarða dollara fjárframlagi.

Undanfarin ár hafa stjórnvöld í Kólumbíu haft vaxandi áhyggjur af heilsufari bænda sem stunda ræktunina. Kókaræktun í Kólumbíu er nánast eingöngu í höndum smábænda og fjölskyldubúa sem fá lítið fyrir uppskeruna. Dreifingaraðilar og þeir sem græða mest á afurðum laufanna koma þar hvergi nálægt.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið frá sér skýrslu þar sem sagt er að rík tengsl séu á milli notkunar á glífósat í landbúnaði og krabbameina í fólki. Tilraunir sýna einnig að kókaplöntur hafi myndað þol gegn Round up og að úðun með því auki einungis samkeppnishæfni hennar við aðrar plöntur.

Juan Manuel Santos forseti segir að í framhaldi af því að hætt verði að úða akra smábænda og fjölskyldubýla verði lögð aukin áhersla á að handsama stóra dreifingaraðila og smyglara.

Skylt efni: Round Up | Kólumbía

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...