Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hættir að úða kókaakra
Fréttir 27. maí 2015

Hættir að úða kókaakra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Kólumbíu eru hætt að úða kókaakra úr lofti eða á jörðu með illgresiseitrinu Round up. Ástæðan er aukin tíðni veikinda hjá smábændun sem eru sögð tengjast efninu glífósat.

Samkvæmt nýrri skýrslu um kókaínframleiðslu í Kólumbíu hefur ræktun á kókarunnum aukist um 39% frá síðasta ári þar í landi. Á síðasta ári er áætlað að framleiðslan hafi verið 185 tonn en að hún verði 245 tonn á þessu.

Ein af þeim aðferðum sem stjórnvöld í Kólumbíu hafa beitt í baráttunni við kókaínframleiðslu í landinu er að úða kókaakra bænda með illgresiseitrinu Round up og hafa bandarísk stjórnvöld stutt þá aðgerð frá árinu 1994 með hátt í tveggja milljarða dollara fjárframlagi.

Undanfarin ár hafa stjórnvöld í Kólumbíu haft vaxandi áhyggjur af heilsufari bænda sem stunda ræktunina. Kókaræktun í Kólumbíu er nánast eingöngu í höndum smábænda og fjölskyldubúa sem fá lítið fyrir uppskeruna. Dreifingaraðilar og þeir sem græða mest á afurðum laufanna koma þar hvergi nálægt.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið frá sér skýrslu þar sem sagt er að rík tengsl séu á milli notkunar á glífósat í landbúnaði og krabbameina í fólki. Tilraunir sýna einnig að kókaplöntur hafi myndað þol gegn Round up og að úðun með því auki einungis samkeppnishæfni hennar við aðrar plöntur.

Juan Manuel Santos forseti segir að í framhaldi af því að hætt verði að úða akra smábænda og fjölskyldubýla verði lögð aukin áhersla á að handsama stóra dreifingaraðila og smyglara.

Skylt efni: Round Up | Kólumbía

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...