Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hættir að úða kókaakra
Fréttir 27. maí 2015

Hættir að úða kókaakra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Kólumbíu eru hætt að úða kókaakra úr lofti eða á jörðu með illgresiseitrinu Round up. Ástæðan er aukin tíðni veikinda hjá smábændun sem eru sögð tengjast efninu glífósat.

Samkvæmt nýrri skýrslu um kókaínframleiðslu í Kólumbíu hefur ræktun á kókarunnum aukist um 39% frá síðasta ári þar í landi. Á síðasta ári er áætlað að framleiðslan hafi verið 185 tonn en að hún verði 245 tonn á þessu.

Ein af þeim aðferðum sem stjórnvöld í Kólumbíu hafa beitt í baráttunni við kókaínframleiðslu í landinu er að úða kókaakra bænda með illgresiseitrinu Round up og hafa bandarísk stjórnvöld stutt þá aðgerð frá árinu 1994 með hátt í tveggja milljarða dollara fjárframlagi.

Undanfarin ár hafa stjórnvöld í Kólumbíu haft vaxandi áhyggjur af heilsufari bænda sem stunda ræktunina. Kókaræktun í Kólumbíu er nánast eingöngu í höndum smábænda og fjölskyldubúa sem fá lítið fyrir uppskeruna. Dreifingaraðilar og þeir sem græða mest á afurðum laufanna koma þar hvergi nálægt.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið frá sér skýrslu þar sem sagt er að rík tengsl séu á milli notkunar á glífósat í landbúnaði og krabbameina í fólki. Tilraunir sýna einnig að kókaplöntur hafi myndað þol gegn Round up og að úðun með því auki einungis samkeppnishæfni hennar við aðrar plöntur.

Juan Manuel Santos forseti segir að í framhaldi af því að hætt verði að úða akra smábænda og fjölskyldubýla verði lögð aukin áhersla á að handsama stóra dreifingaraðila og smyglara.

Skylt efni: Round Up | Kólumbía

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...