Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi eggjabænda
Frá fundi eggjabænda
Mynd / Höskuldur Sæmundsson
Fréttir 16. mars 2022

Hætta á að matvæli hækki í verði

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Við sem hittumst fyrir hönd deildar eggjabænda innan Bænda- samtakanna áttum gott spjall á nýafstöðnu Búgreina­þingi,“ segir Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda, „og fundurinn gagnlegur.“

Á fundinum var kosinn stjórn fyrir deild eggjabænda og í henni sitja Stefán Már Símonarson, formaður og Halldóra Hauksdóttir og Arnar Árnason, meðstjórnendur.

Félag eggjabænda áfram starfrækt

„Meðal þess sem við ræddum á fundinum eru félagsmál deildarinnar og framtíð hennar og við ákváðum að hittast aftur í vor og klára þá umræðu.“

Stefán segir að Félag eggjabænda verði áfram starfrækt til hliðar við búgreinadeildina og að hugur manna sé til að halda því virku áfram en í því félagi er einnig áhugafólk í eldi og eggjaframleiðslu.
Hætta á að matvælaverð hækki

„Helsta hagsmunamál eggja­fram­leiðenda í dag er, eins og hjá öllum öðrum í landbúnaði, ástandið í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu. Í kjölfar innrásarinnar er hætta á skorti á ýmsum nauðsynjavörum og um leið hækkun matvælaverðs í heiminum.

Niðurstaðan af Búgreinaþinginu er að við teljum að þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi BÍ undanfarin misseri hafi heppnast vel hingað til og lofi góðu fyrir framhaldið.“

Fulltrúi deilda eggjabænda á Búnaðarþingi verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...