Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi eggjabænda
Frá fundi eggjabænda
Mynd / Höskuldur Sæmundsson
Fréttir 16. mars 2022

Hætta á að matvæli hækki í verði

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Við sem hittumst fyrir hönd deildar eggjabænda innan Bænda- samtakanna áttum gott spjall á nýafstöðnu Búgreina­þingi,“ segir Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda, „og fundurinn gagnlegur.“

Á fundinum var kosinn stjórn fyrir deild eggjabænda og í henni sitja Stefán Már Símonarson, formaður og Halldóra Hauksdóttir og Arnar Árnason, meðstjórnendur.

Félag eggjabænda áfram starfrækt

„Meðal þess sem við ræddum á fundinum eru félagsmál deildarinnar og framtíð hennar og við ákváðum að hittast aftur í vor og klára þá umræðu.“

Stefán segir að Félag eggjabænda verði áfram starfrækt til hliðar við búgreinadeildina og að hugur manna sé til að halda því virku áfram en í því félagi er einnig áhugafólk í eldi og eggjaframleiðslu.
Hætta á að matvælaverð hækki

„Helsta hagsmunamál eggja­fram­leiðenda í dag er, eins og hjá öllum öðrum í landbúnaði, ástandið í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu. Í kjölfar innrásarinnar er hætta á skorti á ýmsum nauðsynjavörum og um leið hækkun matvælaverðs í heiminum.

Niðurstaðan af Búgreinaþinginu er að við teljum að þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi BÍ undanfarin misseri hafi heppnast vel hingað til og lofi góðu fyrir framhaldið.“

Fulltrúi deilda eggjabænda á Búnaðarþingi verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...