Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Mynd / HKr.
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og áhugaverðra verkefna í fjórðungnum. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins sem lauk skömmu fyrir jól en niðurstaðan var sú að alls hlutu 69 umsóknir brautargengi og fengu í allt samtals rúmar 75 milljónir króna.

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 28 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 37 milljónir króna og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 41 umsókn með rúmum 38 milljónum króna. Engin úthlutunarhátíð var að þessu sinni vegna samkomutakmarkana.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020–2024.

Ærkjöt betri nýting

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. hlaut þrjá styrki samtals um 5,5 milljónir króna og félagið Sýndarveruleiki hlaut tvo styrki, annars vegar stofn- og rekstrarstyrk og hins vegna vegna verkefnis við stafræna Sturlungaslóð í Skagafirði. Styrkir til Sýndarveruleika nema 5,2 milljónum króna. Félagið Brjálaða gimbrin ehf. fékk einnig styrki, annars vegar vegna verkefnis sem nefnist Ærkjöt betri nýting og hins vegar verkefnisins Hæverski hrúturinn, samtals tæplega 3 milljónir króna.

Fullnýting í sauðfjárrækt

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlaut styrki við þessa úthlutun Uppbyggingarsjóðs, m.a. stofn- og rekstrarstyrk og einnig vegna sumarsýningar og stofutónleika. Kakalaskáli ehf. fékk stofn- og rekstrarstyrk að upphæð 2,2 milljónir króna. Pure Natura ehf. fékk styrk að upphæð 1,4 milljónir króna vegna verkefnis um fullnýtingu í sauðfjárrækt.

Fíflarót og burnirót

Þá má nefna að Árni Rúnar Örvarsson fékk rúmlega 1,1, milljón vegna verkefnis sem snýst um  verðmætaaukningu íslensks æðardúns. Embla Dóra Björnsdóttir fékk tæplega 1 milljón vegna verkefnis sem nefnist,  Fíflarót – allra meina bót og María Eymundsdóttir fékk 830 þúsund vegna verkefnis sem snýst um ræktun á burnirót á Íslandi. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...