Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Mynd / HKr.
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og áhugaverðra verkefna í fjórðungnum. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins sem lauk skömmu fyrir jól en niðurstaðan var sú að alls hlutu 69 umsóknir brautargengi og fengu í allt samtals rúmar 75 milljónir króna.

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 28 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 37 milljónir króna og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 41 umsókn með rúmum 38 milljónum króna. Engin úthlutunarhátíð var að þessu sinni vegna samkomutakmarkana.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020–2024.

Ærkjöt betri nýting

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. hlaut þrjá styrki samtals um 5,5 milljónir króna og félagið Sýndarveruleiki hlaut tvo styrki, annars vegar stofn- og rekstrarstyrk og hins vegna vegna verkefnis við stafræna Sturlungaslóð í Skagafirði. Styrkir til Sýndarveruleika nema 5,2 milljónum króna. Félagið Brjálaða gimbrin ehf. fékk einnig styrki, annars vegar vegna verkefnis sem nefnist Ærkjöt betri nýting og hins vegar verkefnisins Hæverski hrúturinn, samtals tæplega 3 milljónir króna.

Fullnýting í sauðfjárrækt

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlaut styrki við þessa úthlutun Uppbyggingarsjóðs, m.a. stofn- og rekstrarstyrk og einnig vegna sumarsýningar og stofutónleika. Kakalaskáli ehf. fékk stofn- og rekstrarstyrk að upphæð 2,2 milljónir króna. Pure Natura ehf. fékk styrk að upphæð 1,4 milljónir króna vegna verkefnis um fullnýtingu í sauðfjárrækt.

Fíflarót og burnirót

Þá má nefna að Árni Rúnar Örvarsson fékk rúmlega 1,1, milljón vegna verkefnis sem snýst um  verðmætaaukningu íslensks æðardúns. Embla Dóra Björnsdóttir fékk tæplega 1 milljón vegna verkefnis sem nefnist,  Fíflarót – allra meina bót og María Eymundsdóttir fékk 830 þúsund vegna verkefnis sem snýst um ræktun á burnirót á Íslandi. 

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...