Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Mynd / HKr.
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og áhugaverðra verkefna í fjórðungnum. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins sem lauk skömmu fyrir jól en niðurstaðan var sú að alls hlutu 69 umsóknir brautargengi og fengu í allt samtals rúmar 75 milljónir króna.

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 28 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 37 milljónir króna og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 41 umsókn með rúmum 38 milljónum króna. Engin úthlutunarhátíð var að þessu sinni vegna samkomutakmarkana.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020–2024.

Ærkjöt betri nýting

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. hlaut þrjá styrki samtals um 5,5 milljónir króna og félagið Sýndarveruleiki hlaut tvo styrki, annars vegar stofn- og rekstrarstyrk og hins vegna vegna verkefnis við stafræna Sturlungaslóð í Skagafirði. Styrkir til Sýndarveruleika nema 5,2 milljónum króna. Félagið Brjálaða gimbrin ehf. fékk einnig styrki, annars vegar vegna verkefnis sem nefnist Ærkjöt betri nýting og hins vegar verkefnisins Hæverski hrúturinn, samtals tæplega 3 milljónir króna.

Fullnýting í sauðfjárrækt

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlaut styrki við þessa úthlutun Uppbyggingarsjóðs, m.a. stofn- og rekstrarstyrk og einnig vegna sumarsýningar og stofutónleika. Kakalaskáli ehf. fékk stofn- og rekstrarstyrk að upphæð 2,2 milljónir króna. Pure Natura ehf. fékk styrk að upphæð 1,4 milljónir króna vegna verkefnis um fullnýtingu í sauðfjárrækt.

Fíflarót og burnirót

Þá má nefna að Árni Rúnar Örvarsson fékk rúmlega 1,1, milljón vegna verkefnis sem snýst um  verðmætaaukningu íslensks æðardúns. Embla Dóra Björnsdóttir fékk tæplega 1 milljón vegna verkefnis sem nefnist,  Fíflarót – allra meina bót og María Eymundsdóttir fékk 830 þúsund vegna verkefnis sem snýst um ræktun á burnirót á Íslandi. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.