Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Karvel L. Karvelsson
Karvel L. Karvelsson
Fréttir 12. apríl 2023

Hærri rekstrarkostnaður með auknum umsvifum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sex milljóna króna tap varð á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á síðasta ári en rúmlega 20 milljóna króna hagnaður hafði verið á rekstrinum árið á undan.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er dótturfélag Bændasamtaka Íslands og á Búnaðarþingi 2023 á dögunum fór Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri félagsins, yfir rekstrarafkomu og verkefnastöðu þess á síðasta ári.

Karvel segir að reksturinn hafi verið mjög viðunandi á síðasta ári. „Tekjur fyrirtækisins námu 893 milljónum, þar af 349 milljónir vegna framlaga og fjármagnstekjur 6,8 milljónir. Gjöld voru 906 milljónir,“ segir hann.

Að sögn Karvels voru bæði gjöld og tekjur mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. „Það ræðst fyrst og fremst af verkefnum sem ekki voru komin inn á fjárhagsáætlun og eru gegnumstreymisverkefni. Það þýðir að fjármunir streyma í gegnum fyrirtækið en verða ekki nema að litlu leyti eftir til að borga rekstur eða laun innan RML.

Stærstu verkefnin af þessum toga eru erfðamengisúrval í nautgriparækt en RML gerði samning við Matís um greiningu á öllum sýnum en þeir peningar koma úr nautgriparæktarsamningi og sér RML um að greiða mánaðarlega skv. áætlun sýnagreiðslur til Matís. Hitt stóra verkefnið var riðuarfgerðagreiningar á sauðfé en allar greiningar sem voru niðurgreiddar af þróunarfé sauðfjárræktar fóru í gegnum RML.

Bæði þessi verkefni nefndi matvælaráðherra sem tvö af mikilvægustu nýsköpunarverkefnum landbúnaðarins í ræðu sinni nú á Búnaðarþingi.

Traustur fjárhagur RML var forsenda þess að hægt væri að reka verkefnin þar sem mikið af útlögðum kostnaði var greiddur af RML áður en hægt var að innheimta fyrir bæði styrki og hluta bænda af kostnaði. Reksturinn var að öðru leyti í ágætis jafnvægi og í samræmi við áætlanir.

Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og lítur ágætlega út fyrir þetta ár,“ segir Karvel.

Skylt efni: RML

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...