Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Karvel L. Karvelsson
Karvel L. Karvelsson
Fréttir 12. apríl 2023

Hærri rekstrarkostnaður með auknum umsvifum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sex milljóna króna tap varð á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á síðasta ári en rúmlega 20 milljóna króna hagnaður hafði verið á rekstrinum árið á undan.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er dótturfélag Bændasamtaka Íslands og á Búnaðarþingi 2023 á dögunum fór Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri félagsins, yfir rekstrarafkomu og verkefnastöðu þess á síðasta ári.

Karvel segir að reksturinn hafi verið mjög viðunandi á síðasta ári. „Tekjur fyrirtækisins námu 893 milljónum, þar af 349 milljónir vegna framlaga og fjármagnstekjur 6,8 milljónir. Gjöld voru 906 milljónir,“ segir hann.

Að sögn Karvels voru bæði gjöld og tekjur mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. „Það ræðst fyrst og fremst af verkefnum sem ekki voru komin inn á fjárhagsáætlun og eru gegnumstreymisverkefni. Það þýðir að fjármunir streyma í gegnum fyrirtækið en verða ekki nema að litlu leyti eftir til að borga rekstur eða laun innan RML.

Stærstu verkefnin af þessum toga eru erfðamengisúrval í nautgriparækt en RML gerði samning við Matís um greiningu á öllum sýnum en þeir peningar koma úr nautgriparæktarsamningi og sér RML um að greiða mánaðarlega skv. áætlun sýnagreiðslur til Matís. Hitt stóra verkefnið var riðuarfgerðagreiningar á sauðfé en allar greiningar sem voru niðurgreiddar af þróunarfé sauðfjárræktar fóru í gegnum RML.

Bæði þessi verkefni nefndi matvælaráðherra sem tvö af mikilvægustu nýsköpunarverkefnum landbúnaðarins í ræðu sinni nú á Búnaðarþingi.

Traustur fjárhagur RML var forsenda þess að hægt væri að reka verkefnin þar sem mikið af útlögðum kostnaði var greiddur af RML áður en hægt var að innheimta fyrir bæði styrki og hluta bænda af kostnaði. Reksturinn var að öðru leyti í ágætis jafnvægi og í samræmi við áætlanir.

Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og lítur ágætlega út fyrir þetta ár,“ segir Karvel.

Skylt efni: RML

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...