Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karvel L. Karvelsson
Karvel L. Karvelsson
Fréttir 12. apríl 2023

Hærri rekstrarkostnaður með auknum umsvifum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sex milljóna króna tap varð á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á síðasta ári en rúmlega 20 milljóna króna hagnaður hafði verið á rekstrinum árið á undan.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er dótturfélag Bændasamtaka Íslands og á Búnaðarþingi 2023 á dögunum fór Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri félagsins, yfir rekstrarafkomu og verkefnastöðu þess á síðasta ári.

Karvel segir að reksturinn hafi verið mjög viðunandi á síðasta ári. „Tekjur fyrirtækisins námu 893 milljónum, þar af 349 milljónir vegna framlaga og fjármagnstekjur 6,8 milljónir. Gjöld voru 906 milljónir,“ segir hann.

Að sögn Karvels voru bæði gjöld og tekjur mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. „Það ræðst fyrst og fremst af verkefnum sem ekki voru komin inn á fjárhagsáætlun og eru gegnumstreymisverkefni. Það þýðir að fjármunir streyma í gegnum fyrirtækið en verða ekki nema að litlu leyti eftir til að borga rekstur eða laun innan RML.

Stærstu verkefnin af þessum toga eru erfðamengisúrval í nautgriparækt en RML gerði samning við Matís um greiningu á öllum sýnum en þeir peningar koma úr nautgriparæktarsamningi og sér RML um að greiða mánaðarlega skv. áætlun sýnagreiðslur til Matís. Hitt stóra verkefnið var riðuarfgerðagreiningar á sauðfé en allar greiningar sem voru niðurgreiddar af þróunarfé sauðfjárræktar fóru í gegnum RML.

Bæði þessi verkefni nefndi matvælaráðherra sem tvö af mikilvægustu nýsköpunarverkefnum landbúnaðarins í ræðu sinni nú á Búnaðarþingi.

Traustur fjárhagur RML var forsenda þess að hægt væri að reka verkefnin þar sem mikið af útlögðum kostnaði var greiddur af RML áður en hægt var að innheimta fyrir bæði styrki og hluta bænda af kostnaði. Reksturinn var að öðru leyti í ágætis jafnvægi og í samræmi við áætlanir.

Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og lítur ágætlega út fyrir þetta ár,“ segir Karvel.

Skylt efni: RML

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...