Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Mynd / ál
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir starfsbræður sína bjartsýna eftir að skinn hækkuðu í verði á síðustu uppboðum.

Íslenskir minkabændur selja sín skinn í gegnum uppboðshús í Finnlandi þrisvar á ári og varð þrjátíu prósent hækkun milli ára á uppboði í september. Björn segir það ekki eins mikið og það hljómar þar sem verðið var lágt fyrir. Skinnin fóru úr tæplega 4.000 krónum upp í rúmlega 5.000 krónur stykkið.

Undir kostnaðarverði

Björn segir útreiknað kostnaðarverð við framleiðslu vera í kringum 9.000 krónur á skinn en frá árinu 2015 hefur verðið á minkaskinnum verið mjög lágt. „Fjárhagurinn er erfiður hjá okkur öllum en við höfum þraukað lengi og munum þrauka áfram,“ segir hann.

Öll skinn sem voru í boði á uppboðunum seldust sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Björn telur fullt erindi til bjartsýni, enda hafa borist fregnir af aukinni eftirspurn eftir loðfeldum í Kína, þar sem er stærsti markaðurinn með þessar vörur. Næsta uppboð verður í mars, en þá ættu áhrif aukinnar eftirspurnar að koma í ljós.

Undirbúa betri tíð

Á landinu eru sex minkabændur, þar af fimm á Suðurlandi og einn í Mosfellsbæ. Til þess að undirbúa sig fyrir bjartari framtíð stóðu þeir fyrir heimsókn dansks loðdýrabónda til Íslands sem var einn sá fremsti á sínu sviði áður en greinin hrundi þar í landi vegna Covid-niðurskurðar. Hann kom til að hjálpa íslenskum bændum við að flokka dýr og velja bestu einstaklingana í ræktunarstarfið til þess að þeir geti haldið uppi gæðum þrátt fyrir lítinn stofn. Á árum áður var hægt að kaupa lífdýr af honum og fleirum í Danmörku. Eftir pelsun í byrjun vetrar þurfa minkabændurnir á Suðurlandi sjálfir að verka og þurrka sín skinn en hingað til hafði Einar E. Einarsson á Skörðugili í Skagafirði tekið það verk að sér fyrir aðra. Bændurnir keyptu af honum allan búnað og verða með sameiginlega verkun á Túni í Flóa.

Skylt efni: minkaskinn

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...