Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hadda Borg Íslandsmeistari í hrútadómum
Fréttir 30. ágúst 2016

Hadda Borg Íslandsmeistari í hrútadómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram um síðustu helgi á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð sigraði mótið að þessu sinn fyrst kvenna. Alls tóku 75 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni.

Keppt er í tveimur flokkum, vanir hrútadómarar sem kunna að stiga hrúta eftir öllum kúnstarinnar reglum keppa í öðrum flokknum og þar er keppt um Íslandsmeistaratitil. Í hinum flokknum keppa óvanir og hræddir hrútaþuklarar sem eiga að raða fjórum veturgömlum hrútum í gæðaröð og rökstyðja matið. Áður en keppnin hefst er dómnefnd búin að velja fjóra dálítið misjafna hrúta úr stærri hópi fyrir keppendur að leggja mat á, en í henni voru að  þessu sinni Jón Viðar Jónmundsson og Svanborg Einarsdóttir ráðunautur.

Karlavígið í hrútaþukli fallið

Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð, 23ja ára Strandamær, var sigurvegari mótsins að þessu sinni og Íslandsmeistari. Hún er fyrsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn í þessari keppni frá því hún var fyrst haldin fyrir þrettán árum og jafnframt langyngsti sigurvegarinn. Í öðru sæti í flokki vanra varð Jón Jóhannsson, bóndi á Þverfelli í Saurbæ í Dölum, og jafnir í þriðja sæti urðu Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík, Elfar Stefánsson í Bolungarvík og Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi, en sá síðastnefndi hefur sigrað 4 sinnum í þessari skemmtilegu og sérstæðu keppni.

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigruðu mæðgurnar Íris Ingvarsdóttir, Þórdís og Lóa, sem búsettar eru í Reykjavík, en í öðru sæti var drengur sem heitir Halldór Már. Í þriðja sæti voru svo þrír Strandamenn og náttúrubarnaskólateymi sem vann saman, Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík, Ólöf Katrín Reynisdóttir í Miðdalsgröf og Þórey Dögg Ragnarsdóttir á Heydalsá.

Á hrútadómunum var einnig haldið líflambahappdrætti þar sem í vinninga voru frábær líflömb frá bændum á Ströndum, við Djúp og í Reykhólasveit. Góð þátttaka var í happdrættinu. 

Skylt efni: hrútadómar | Hrútaþukl

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...