Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
H2O eftirsótt á svarta markaðnum
Fréttir 16. júní 2015

H2O eftirsótt á svarta markaðnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gull, peningar, kreditkort og eldsneyti er ekki lengur það sem þjófar sækjast helst eftir í von um skjótfenginn auð. Nú er það hið merkilega og lífsnauðsynlega efni H2O, eða vatn sem er að verða heitasta „stuffið“ í undirheimunum.

Í grein sem M.L. Nestel ritar á vefsíðunni thedailybeast.com fjallar hann um afleiðingarnar af áralangri þurrkatíð í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Greinilegt sé að þjófar í ríkinu séu að verða ansi þyrstir. Ein sagan greinir frá ráni á tankbíl, fullum af vatni.

Það var árla morguns, fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn, að tankbíl frá fyrirtækinu Marina landscaping þokaðist eftir þjóðveginum. Þurfti hann að aka um veggöng í Oakland þegar lunknir þjófar stöðvuðu hann og rændu hreinlega bílnum að sögn lögreglu. Segir Nestel að þetta sé aðeins eitt dæmi af mörgum um vaxandi tíðni vatnstengdra glæpa í Kaliforníu.

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur fyrirskipað að íbúar dragi úr vatnsnotkun sinni um fjórðung. Hefur það leitt til að garðeigendur hafa neyðst til að hætta að vökva garða sína. Einnig hafa íbúar þurft að draga úr þvotti á bílum og takmarka sturtun niður úr klósettum aðeins við það þegar fólk þarf að „gera númer tvö“, eins og það er orðað.

Bill McClanhan, doktorsnemi í háskólanum í Essex í Englandi, segir að þurrkar geti mögulega verið að skapa svartan markað fyrir vatn. Hann hefur framkvæmt viðamikla rannsókn um svokallaða „græna glæpi“ og hvernig breytingar í náttúrunni hafa áhrif á glæpastarfsemi. Er hann sannfærður um að einfalt lögmál framboðs og eftirspurnar knýi þjófa á þurrkasvæðum til að falast eftir nýrri verslunarvöru eins og vatni til að selja á svörtum markaði. Þannig eru brunahanar fyrir slökkvilið orðnir að skotmarki vatnsþjófa. Í lok maí var verktaki t.d. staðinn að verki á tankbíl sem hann hafði tekið á leigu. Gómaði lögregla hann við að fylla á tankinn með vatni úr brunahana. Var hann langt kominn með dælinguna þegar lögreglan stöðvaði hann.

Vaxandi hneturækt í Central-dalnum í Kaliforníu hefur einnig leitt til stóraukinnar vatnsnotkunar sem aukið hefur á vandann. Sömuleiðis bætir vatnsátöppunarverksmiðja Nestlé ekki úr málum, en hún lifir á uppdælingu á miklu af grunnvatni.  Ört er farið að ganga á grunnvatnið og hefur því verið spáð að það valdi hreinlega vatnsþurrð í ríkinu strax á næsta ári ef ekki fer að rigna hressilega. Þurrkarnir eru nú þegar farnir að hafa umtalsverð áhrif á efnahagslífið í Kaliforníu.

Skylt efni: vatn | Umhverfismál

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...