Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gulrótunum frá Akurseli seinkar um mánuð
Fréttir 14. september 2015

Gulrótunum frá Akurseli seinkar um mánuð

Höfundur: smh
Það var nóg að gera hjá þeim Stefáni Gunnarssyni og Sigurbjörgu Jónsdóttur, gulrótabændum í Akurseli við Öxarfjörð, þegar blaðamaður heyrði í þeim hljóðið í síðustu viku. 
 
Reyndar ekki við uppskeru eins og vaninn er á þessum tíma, heldur var verið að sýsla í einu og öðru – til að mynda að hreinsa akrana af illgresi. 
 
Ótíð seinkar uppskerunni um mánuð
 
Sigurborg reiknar með að uppskeru seinki um mánuð þetta haustið vegna þeirrar ótíðar sem ríkti á Norðausturlandi lengst af liðnu sumri. 
 
Um tveir til þrír hektarar lands er notað hverju sinni undir gulrótaræktunina í Akurseli, sem stendur við vesturbakka Brunnár. Að sögn Sigurborgar sækja þau vatn í hana þegar þurrkur er og þörf er á að akrarnir séu vökvaðir. „Við erum hér með lífrænt vottaða ræktun og í Brunná berast mikilvæg næringar- og steinefni úr jökulsánum, sem gagnast yfirleitt vel fyrir ræktunina því við erum með sendinn jarðveg hér sem þarf að passa upp á að þorni ekki upp í þurrkatíð. Við höfum þó ekki þurft að vökva mikið þetta sumarið. „Það er ekkert byrjað að taka upp – það er allt svo seint núna,“ segir Sigurborg. „Júní og júlí voru mjög kaldir og við fengum litla sól. Ágúst hefur verið skárri og er nálægt því að vera eðlilegur og það hefur bjargað heilmiklu fyrir okkur. Lengi vel vorum við ekki viss um að við fengjum neina uppskeru, en núna reiknum við með að byrja að taka upp um miðjan september. Það er í það minnsta ljóst að uppskeran verður mun minni en í meðalári, þó við gerum okkur ekki grein fyrir því enn þá hversu mikið minni.“
 
Venjuleg uppskera 120–150 tonn
 
„Uppskeran í fyrra var með mesta móti og þá vorum við með fimmtán manns við uppskeru hjá okkur, en það verður eitthvað færra núna. Venjulega tökum við upp á bilinu 120–150 tonn og það er tekið upp með höndum, þó það væri nú hægt að notast við vélbúnað. Það er bara okkar sérviska og engin krafa um það í lífrænt vottaðri ræktun,“ segir Sigurbjörg. „Gulræturnar þola dálítið frost en þegar frostið er orðið nokkuð viðvarandi er hætta á að þær verði fljótt leiðinlegar. Þær springa þá í toppinn og kemst raki inn í þær. Þá geymast þær illa. Við höfum yfirleitt verið að taka upp í um mánuð, en líklega verður uppskerutímabilið styttra að þessu sinni.“
 
Í lífrænt vottaðri ræktun er tilbúinn áburður á bannlista. Sigurbjörg segir að í Akurseli sé notast við skiptiræktun eins og gjarnan í lífrænni ræktun. „Við erum þá með einhvers konar kornrækt á móti gulrótunum hvort í sínum helmingnum. Skiptiræktunin virkar sem hluti af áburðargjöfinni, því kornið – í það minnsta hálmurinn – er svo bara plægt niður. Svo notum við fiski- og þangmjöl og sitt af hverju tagi, en gulrætur eru frekar áburðarfrekar.“ 

Skylt efni: gulrætur | uppskera

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...