Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gulrótunum frá Akurseli seinkar um mánuð
Fréttir 14. september 2015

Gulrótunum frá Akurseli seinkar um mánuð

Höfundur: smh
Það var nóg að gera hjá þeim Stefáni Gunnarssyni og Sigurbjörgu Jónsdóttur, gulrótabændum í Akurseli við Öxarfjörð, þegar blaðamaður heyrði í þeim hljóðið í síðustu viku. 
 
Reyndar ekki við uppskeru eins og vaninn er á þessum tíma, heldur var verið að sýsla í einu og öðru – til að mynda að hreinsa akrana af illgresi. 
 
Ótíð seinkar uppskerunni um mánuð
 
Sigurborg reiknar með að uppskeru seinki um mánuð þetta haustið vegna þeirrar ótíðar sem ríkti á Norðausturlandi lengst af liðnu sumri. 
 
Um tveir til þrír hektarar lands er notað hverju sinni undir gulrótaræktunina í Akurseli, sem stendur við vesturbakka Brunnár. Að sögn Sigurborgar sækja þau vatn í hana þegar þurrkur er og þörf er á að akrarnir séu vökvaðir. „Við erum hér með lífrænt vottaða ræktun og í Brunná berast mikilvæg næringar- og steinefni úr jökulsánum, sem gagnast yfirleitt vel fyrir ræktunina því við erum með sendinn jarðveg hér sem þarf að passa upp á að þorni ekki upp í þurrkatíð. Við höfum þó ekki þurft að vökva mikið þetta sumarið. „Það er ekkert byrjað að taka upp – það er allt svo seint núna,“ segir Sigurborg. „Júní og júlí voru mjög kaldir og við fengum litla sól. Ágúst hefur verið skárri og er nálægt því að vera eðlilegur og það hefur bjargað heilmiklu fyrir okkur. Lengi vel vorum við ekki viss um að við fengjum neina uppskeru, en núna reiknum við með að byrja að taka upp um miðjan september. Það er í það minnsta ljóst að uppskeran verður mun minni en í meðalári, þó við gerum okkur ekki grein fyrir því enn þá hversu mikið minni.“
 
Venjuleg uppskera 120–150 tonn
 
„Uppskeran í fyrra var með mesta móti og þá vorum við með fimmtán manns við uppskeru hjá okkur, en það verður eitthvað færra núna. Venjulega tökum við upp á bilinu 120–150 tonn og það er tekið upp með höndum, þó það væri nú hægt að notast við vélbúnað. Það er bara okkar sérviska og engin krafa um það í lífrænt vottaðri ræktun,“ segir Sigurbjörg. „Gulræturnar þola dálítið frost en þegar frostið er orðið nokkuð viðvarandi er hætta á að þær verði fljótt leiðinlegar. Þær springa þá í toppinn og kemst raki inn í þær. Þá geymast þær illa. Við höfum yfirleitt verið að taka upp í um mánuð, en líklega verður uppskerutímabilið styttra að þessu sinni.“
 
Í lífrænt vottaðri ræktun er tilbúinn áburður á bannlista. Sigurbjörg segir að í Akurseli sé notast við skiptiræktun eins og gjarnan í lífrænni ræktun. „Við erum þá með einhvers konar kornrækt á móti gulrótunum hvort í sínum helmingnum. Skiptiræktunin virkar sem hluti af áburðargjöfinni, því kornið – í það minnsta hálmurinn – er svo bara plægt niður. Svo notum við fiski- og þangmjöl og sitt af hverju tagi, en gulrætur eru frekar áburðarfrekar.“ 

Skylt efni: gulrætur | uppskera

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...